Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 135
131
láta varnargarðinn haldast. Sje frá gróðursetningunni
gengið, eins og áður er sagt, þá er varla þörf á að
völcva nýgræðinginn og það ekki heldur, þótt þurrka-
sumar sje. Aptur á móti verður að hreifa til iðuglega
moldina að garðinum og rífa brott iligresi allt, sem
bægt getur viðaröngunum eða drepið þá. Bæði heimuli,
kúmen o. fl. getur skyggt á nýgræðinginn, dregið frá
honum kraptinn og drepið hann að lokum, og einkum
drepið anga og greinar. Með því að yppta moldinni
losnar hún, svo rigningavat.n getur betur sígið niður og
jafnar, og eins ábarðarvatn, cf þess gjörist þörf ein-
hversstaðar. Það verður þó að rífa varlega með jarð-
högginu, og ekki svo nærri hríslunum, að skemmt geti
smágjörvar rætur við yfirborðið. Það verður árlega að
klippa ofan af limgirðingunum, meðan þær eru ungar
og lágar, því að annars verða þær aldrei þjettar, hvern-
ig sem með þær er farið síðar. Það verða eigi settar
neinar algildar reglurffyrir klippingunni; því að þar verð-
ur í svo mörg horn að líta. Bæði er mikið undir því
komið, hver viðartegundin er, og eins undir jarðlaginu,
aldri trjesins, þroskaafli þess bæði fyrr og síðar, og eins
er það mjög komið undir aðferð og þekkingu ræktunar-
mannsins. Þegar allt hefur gengið bærilega og trjen
þroskast eptir hætti, þá er það almenn regla, að garð-
urinn er klipptur á öðru hausti eptir gróðursetninguna;
þá er hæfilegt að klippa svo mikið ofan af ungviðinu,
að eptir verði 6—8 þuml. niður að jörðu, og síðan skal
klippa garðinn svo tvö þrjú haustin næstu, að eptir sje
látið standa hvert haust svo sem 6—8 þuml. af þeim
öngum, sem út hefur skotið það árið. Síðan þarf eigi
að skera nær en svo næstu árin, að eptir sjeu látnir
standa 8—9 þuml. af hvers árs öngum. Á þenna hátt
er klippingunni haldið áfram, til þess gerðið er orðið
9*