Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 32
28
in er í fuilkomnum skilvjelum, inniheldur vanalega,
cptir rannsóknum cr gerðar hafa verið, nálægt 0,14°/0
af feiti. En injólk, sem skilin hefur verið með „kæl-
ing“ eða vatni og ís við 0°—4° C., hefur inni að halda
0,4—0,6 °/0 af feiti, eða 0,5 °/0 að meðaltali. Það er
með öðrum orðum 0,36°/0 mismunur eða n/2ft. Á hin-
um almenna búnaðarfundi Norðmanna 1892 var hald-
inn fyrirlestur um kosti og galla við „kæling“ mjólk-
urinnar og gerður samanburður á mjólkurbúum, er nota
vatn og ís og þeim, er skilja mjólkina í skilvjel eða
hinum algengu mjólkurbúum. Sjerstaklega var saman-
burðurinn miðaður við smjörframleiðsluna á aðra hlið-
ina og tilkostnaðinn við að reka þessi tvennskonar
mjólkurbú á hina. Eptir skýrslu frá 6 mjólkurbúum
er um lengri tíma höfðu notað vatn og ís, fjekkst að
meðaltali 1 pund smjör úr 15 pottum nymjölkur og 1
pund af osti úr liðugum 7 pottum mjólkur. En að því
er snertir mjólkurbú með skilvjelum og gufuafii, þá var
meðaltalið frá 14 búum þetta, að 1 pund smjör fjelckst
úr 13,as pottum mjólkur og 1 pund af osti úr 8’/2 potti.
Verðið á smjörinu var svipað frá hvorumtveggju mjólk-
urbúanna. Kostnaðurinn að því er snertir allar vjelar
og áhöld, var að meðaltali á hverja 1000 potta af mjólk
þetta:
Mjólkurbú með skilvjelum kr. 17,77.
Mjólkurbú, er nota vatn og ís kr. 12,62.
Til frekari samanburðar skal jeg sctja hjer dæmi
af tveimur búum sitt með hvoru fyrirkomulagi, sem
tekið er eptir áðurnefndum fyrirlestri, (sbr. „Beretning
om det Dde Landbrugsmöde 1892“).
1. Mjölkurbú, sem notar vatn og ís:
ÍOOO pottar af mjólk gera: