Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 7
3
Ár.
1886—87.
1890 — 91.
1894— 95.
1895— 96.
1896— 97.
Útflutt alls.
Pund.
45,040,567
92,325,463
115,724,724
122,336,297
128,080,861
Útflutt framyfir.
Innflutt pd.
35,084,224.
70,554,716.
79,995,168.
90,267,108
92,299,629.
Meðalverd á bezta smjöri fyrir árið hefur vorið, scm
hjer segir: 1886—87, 95,5 aura, 1890—91, 94,8 au.,
1894—95, 91,7 au., 1896—97, 89,3 au. Til þess cnn-
frcmur að gera mönnum Jjóst, hve smjörframleiðslan
hefur aukizt hin seinni ár, skal þess getið, að 1877
var ílutt út smjör í Danmörku fyrir 25 milj. kr., en
eptir 20 ár eða 1897. nam hið útflutta smjör 144 milj.
kr. Þessi skjóta og mikla framför er að miklu Ieyti
að þakka mjólkurbúunum, og þeim samtökum og fje-
lagsskap, er stendur í nánu sambandi við þau.
Mjólkurbúunum í Danmörku hefur verið líkt við
verksmiðjur, þar sem iðnaður er rekinn í stórum stíl,
og cr það eigi fjærri sanni. í flestum þeirra er gufu-
aflið notað, sem hreyfikraptur; að eins fá eru rokiu með
vatnsafli. Einstaka þeirra cru þó ekki stærri en það,
að hestum, einum eða tveimur er beitt fyrir skilvjelina
og strokkinn, mcðan skilið er og strokkað. 1 langflest-
uin mjólkurbúunum eru notaðar stórar skilvjelar, sem
skilja 3000—4000 pd. mjólkur á klukkustund Á hin-
um stærri búum cru notaðar tvær skilvjelar í senn,
meðan skilið er. Vanalcga liafa mjólkurbúin til með-
ferðar 6—8 þúsund pd. mjólkur á dag, og sum þeirra
um og yflr 10 þús. pd. Auðvitað eru það ekki svo fá
bú, sem eigi hafa rneiri mjólk en 2—4 þúsund pd. á
dag; en mörg eru þau ekki.
Mjólkurbúin eru í starfsemi ár út og ár inn, og sú
l*