Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 52
4Ö
treysta öllu og tortryggja allt. Með öðrum orðum:
hugsunarhátturinn leggur tilfinnanlegar hindranir íveg-
inn fyrir öll samtök og alla samvinnu, og gjöra þar
með allar framkvæmdir, er byggjast á fjelagsskap,
erfiðar og opt næstum ómögulegar. Skortur á tiltrú og
samheldni einkenna oss íslendinga, skortur á þessum
dyggðum, sem í raun og veru eru hyrningarsteinninn
undir velfarnan og menningu þjóðarinnar. Það er því
sýnt, að mjólkurbúin í byrjun muni eiga erfitt upp-
dráttar, og að eigi getur komið til mála, að stökkva
stórt í fyrstu. Það verður í þessu efni sem öðru að
„sníða sjer stakk eptir vexti“, reisa sjer ekki hurðarás
um öxl, heldur fara varlega, en síga á.
Jeg hef áður bent á, að skilvindurnar, scm eign
einstakra manna, geti ekki bætt úr þörf vorri eða
breytt því ástandi, sem er, að verulegum mun. Þetta
hef jeg sýnt á fleiri vegu. Samanburðurinn á mjólkur-
búinu og notum skilvindunnar gefur beztar upplýsingar
um það efni og sýnir betur en allt annað, hverja yfir-
burði búin hafa fram yfir það, að hver potar sjer. —-
Mjer mun nú svarað á þá leið, að þessi samanburður
hafi lítið að þýða, þegar þess sje gætt, að skilyrðin
fyrir því, að mjólkurbúin geti átt sjer stað eða þrifizt,
vanti að meira eða minna leyti. En þess ber að gæta,
að búið, sem dæmið ræðir um, er tiltölulega lítið í
samanburði við almenn mjólkurbú erlendis, eins og sjá
má hjer að framan. í öðru lagi er það tekið til sam-
anburðar til þess að sýna, hvert takmark vort á að
vera í þessu máli, og að skilvindurnar geta eigi full-
nægt þörfum landsmanna, þegar á allt er litið. Það
er einnig sennilegt, ef allt fer með felldu, að sá tími
sje ekki fjærri, að mjólkurbú af svipaðri stærð og
dæmið getur um, vorði töluvert almenn á íslandi.