Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 130
126
ur börkur eða skán ofan á moldina og sú skán meinar
rcgnvatni að síga niður með rótum hríslanna.
Sje nú trje gróðursett á þennan hátt, sem hjer er
sagt, og svo tekið upp með gætni eptir eitt eða tvö ár,
þá sjest að fjöldi smárra sogróta hefur vaxið allt um
kring út úr þeim endum, sem sljett voru skornir af.
Þessar smárætur eru beztu næringarfæri hríslanna.
Þetta sjest þó enn betur, ef settar eru niður hríslur af
ýmsri stærð og skornir sljett af sumir rótarangarnir, en
aðrir ójafnt, eða jafnvel brotnir af; síðan skal taka
hríslurnar gætilega upp að tveggja ára fresti; má þá
sjá muninn glögglega, því að brotnu angarnir eru þá
optast grautfúnir allir saman upp að stofninum, eða þá
að af þeim hafa rotnað 2—3 þurnl., og síðan skotið út
nokkrum öngum, þar sem rotnunin nam staðar. Þetta
sem nú er sagt, ætti að geta verið þeim nægileg leið-
beining, sem tilraun vildu gjöra með gróðursetning lif-
andi limgarða.
Þegar þarf að flytja hríslur til, þá þarf að búa vel
um þær, og því betur sem vegurinn er lengri. Sjálf-
sagt er nú slíkt mest fengið frá mönnum, sem kunna
að búa sendinguna út, en hafi bagginn verið marga
daga á leiðinni, þá er nauðsynlegt að leggja ræturnar
í bleyti í vatn eitt dægur eða tvö til að losa moldina
á þeim og gefa þeim raka. Þegar niðursctningar eru
aðfengnir, þá er bezt að biðja um þá óskorna bæði að
rótum og brumi, og gjöra síðan hvorttveggja sjálfur
eptir þeirri aðferð, sem hjer hefur vorið sögð. Sjálf-
sagt væri fyrir íslendinga, að panta hríslurnar frá Nor-
egi og þar í landi, þar sem loptslag og jarðvegur væri
hvað líkast og hagar til á íslandi, þar sem gróðursetja
ætti limgarðinn. Hafi gróðursetningarmaður sjálfur alið
upp niðursetninga sina, og hafi þá því fyrir hendi, þá