Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 160
156
þeas að alþýða manna geti fræðst um flcst það, er hún
þarf að vita; að minnsta kosti er víst óhætt að fullyrða,
að þeir, sem skrifa og gefa út bækur og blöð, gjöri
sitt til þess. En eptir er að vita, hvort almenningur
gjöri sitt til líka. — Eptur ræðum manna og ritum (í
blöðum og brjefum) að dæma, er fróðleiksfýsn almenn-
ings hjer á iandi óvenjulega mikil, því að alltaf er ver-
ið að krauma og kvarta yfir því, að ekki sje „skrifað
um“ hvað eina, sem þeim og þeim náunganum dettur
í hug, og þeir inenn opt taldir lítils nýtir, sem
gegna einhverju opinberu starfi án þess að vera sí-
peðrandi einhverju á pappírinn. Sízt er mjer þó í hug,
að niðra mönnum fyrir fróðloiksfýsn, og rangt er að á-
telja menn fyrir það, þótt þeir vilji, að þeir gefi góð
ráð, er kunna. Síður cn svo. En það vil jeg kalla
meinlega farið aptan að siðunuin, að heimta fræðslu í
ritgjörðum og bókum og láta sjor svo ekki koma til
hugar að líta í þær, þegar þær eru á boðstólum. Á
þessu lúalagi liggur almenningur, að minnsta kosti við
sum þau rit, er hann sjálfs sín vegna sízt ætti að
gjöra það
Það er orðið alsiða, allstaðar þar som því verður
við komið, að kyrja raunarollur um það, að alltof lítið
sje gjört fyrir landbúnaðinn að hálfu hins opinbera.
Menn vilja fá peninga til þcss að yrkja jörðina og auka
og bæta básfofninn og næga fræðslu uin, hvernig það
skuli gjört. Þetta er mannlegt og cðlilegt. En það er
ómannlegt og óeðlilegt, að vilja ekkert sjálfir til vinna,
ekki svo mikið sem að færa sjer þá fræðslu í nyt, sem
boðin er, ekki líta í það, sem skrifað er fyrir þá.
rL’il þess að bæta úr þckkingarskorti búenda í bú-
málcfnum hefur landssjóður nú í mörg ár styrkt búnað-
arrit þetta, og á hverju ári hefur það fengið lof bæði