Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 60
56
scm hjor hefur verið minnst á. sje bezt eða hentugast
hjer á landi, verður eigi beinlínis sagt. Það er komið
undir svo mörgu, svo sem því, hvernig hagar til með
vegi og fiutninga á þeim og þeim staðnum, hversu þjett-
býlt er o. s. frv. Þau geta öll, að mínu áliti, komið
til greina, þegar um stofnun mjólkurbúa er að ræða,
og fer það þá eptir staðháttum og öðrum kringumstæð-
um, hvert þeirra valið er. Bn það er mín trú, að vilji
íslendingar teljast menn með mönnum og halda áfram
að vera til, þá hljóti þeir að gjöra eitthvað frekar, en
gjört hefur verið til þessa; og eitt af því fyrsta, sem
nú þarf að gjöra, er það, að koma upp mjólkurbúum
sem víðast. Verði það eigi gjört, hafa menn þar með
kveðið upp dauðadóm yíir landbúnaðinum á íslandi og
íslenzku þjóðerni.
Þegar um stofnun mjólkurbúa er að ræða, þá er
eitt með öðru fleiru, sem kemur til greina, og sem
verður að ganga, ef ekki á undan, þá samhliða stofn-
un þeirra, og það er verkleg kennslustofnnn í meðferð
mjólkur, smjör- og ostagerð.
Þessi verklega kennslustofnun í meðferð mjólkur
o. s. frv. getur hugsazt bæði í sambandi við cinhvern
af búnaðarskólunum, t. d. skólann á Hvanneyri, eða þá
som sjerstakur skóli. Til að byrja með, bygg jeg bezt
að komið væri á fót kennslu í þessari grein við bún-
aðarskólann á Hvanneyri, og að fenginn sje maður,
helzt frá Jótlandi, sem vel er að sjer í öllu verklegu,
sem lýtur að smjör- og ostagorð, til þess að annast
kennsluna. Samfara hinum verklogu störfum ættu nem-
endurnir að iæra mjólkurbúreikning, svo að þoir geti
reiknað út, hve mikið ber að greiða hverjum einstök-
um eiganda fyrir mjólk hans, þegar tekið er tillit til
mjólkurgæða. Á mjólkurbúum erlendis er mjólkin frá