Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 95
91
og auk þess frá ýmsura sveituin landsins. Árleg útgjöld
þess eru 50,000 kr.
Vjer höfum að eins nefnt þessi fjelög sem dæmi
þcss, hve erlendar þjóðir láta sjer umhugað um meðferð
og framför landa sinna. Einstaklingarnir leggja fram
sína krapta, stjórnendur landanna styðja viðleitni þeirra,
en fjelagsskapur margra einstaklinga fær þó mestu til
vegar komið. Vjer játum að vísu, að það getur aukið
heill og framfarir þjóðfjelagsins, er einstakir menn sýna
dugnað með nýjar tilraunir og umbætur, en hitt verð-
um vjer að telja meiri von til notasællri framkvæmda,
að fjelagsskapurinn myndist og kraptarnir sjeu samein-
aðir. Auk þess er hætt við, að störf einstaklinganna
deyi út með þeim sjálfum, en fjelag og fjelagsskapur
heldur áfram þótt einstakra manna (meðlima) missi við.
Vjer höfum sjeð af framanrituðu, hve aðrar þjóðir
leggja mikla stund á skógarrækt, og hve fjelagsskapur
fær þar miklu til vegar komið, en þetta er eigi að eins
í þessari grein heldur og í öllum atvinnu greinum, sem
til heilla og framfara horfa; þar hefur fjelagsskapurinn
mestu áorkað.
Lítum vjer til vors eigin lands, sjáum vjer að fyrir
sunnan er garðyrkjufjelagið, sem töluvcrðu hefur til
vegar komið; sömuleiðis búnaðarfjelag suðuramtsins.
Aptur á móti finnum vjer eigi á Norður- eða Austur-
landi nokkurt allshcrjarfjelag, er vinni að framförum
þjóðarinnar í þessum landshlutum. Að vísu eru hjcr
mörg búnaðarfjelög, en þau hafa ckkcrt samband sín á
milli, hver vinnur hoima hjá sjer, og vart eru mönnum
kunnugir búnaðarhættir annara sveita. Búnaðarskólarn-
ir, sem maður gæti helzt vonast eptir, að gerðu ein-
hverjar nýjar tilraunir með jarðarrækt, garðyrkju eða
skógarrækt, vinna hver í sínu horni, án þess að hafa