Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 62
58
brotura. Nemendurnir þurfa að taka þátt í öllum þeim
störfum, cr eiga heima á mjólkurbúinu, sem kennslan
fer fram á, og læra öll handtök, sem uð þeim lúta.
Þegar ræða er um það, hvert fyrirkomulag á
mjólkurbúunum, hvort sem það eru nú skilvindumjólk-
urbú eða rjómabú, sje hentast, þá geta máskc orðið
skiptar skoðanir um það. Mín skoðun er sú, að þeim
eigi að koma á fót með samtökum og fjelagsskap,
annaðhvort með hlutabrjefum eða þá sem sameignar-
stofnunum (Andclsforetagende). Þeir, sem selja mjólk
til búanna, ættu þá um leið að vera meðeigendur
þeirra og skyldir til að vera það um tiltekinn tíma,
t. d. 5 ár, líkt og á sjer stað í Danmörku. Fjelagið
eða sameignamennirnir taka svo láu til þess að koma
búinu upp, og ábyrgjast það einn fyrir alla og allir
fyrir einn. Á þennan hátt hygg jeg að tilvera þeirra
sje bezt tryggð, og þá njóta allir sama hagnaðar af
búinu að tiltölu. Þetta fyrirkomulag hefur geflzt mjög
vel í Danmörku, enda fjölgar sameignarbúunum þar
árlega. Fyrst byrjuðu menn þar á samlagsbúum, og
var fyrirkomulag þeirra þannig, að einstakir menn áttu
þau, og keyptu svo mjólk af nágrönnum sínum, en búið
var rekið á kostnað eigandans. En þetta fyrirkomu-
lag gafst raiður, eins og áður er getið þar sem minnst
er á samlagsbúin í Danmörku. Hvernig það mundi
reynast hjer, að einstakir menn ættu búin og rækju
þau á eigin kostnað, skal jeg ekkert segja um, en
sameignarbúin tel jeg betri, yrði þeim komið við eða
hægt væri að fá bændur til að setja þau á stofn. Það
gæti samt hugsazt, að i fyrstu gengi það eins vel, að
einstakir inenn, sem hefðu tiltrú, kæmu þeim á fót og
rækju þau fyrir eiginn reikning. Hinir mundu þá sjá,
að með því fyrirkomulagi ættu þeir ekkert í hættu og
j