Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 103
99
gjafir og íhellingar, meðan kýrin er svo máttlaus, að
hún getur ekki kingt.
Töluverð áraskipti eru að því, hve opt doði gjörir
vart við sig, svo er hann og mjög misskæður; stundum
drepast flestar kýr, er fá sýkina, stundum batnar mörg-
um. Að meðaltali reiknast mönnum, að af hverjum
hundrað doðakúm hafi drepist um 50 (nú miklu færri;
sjá síðar) og af hinum helmingnum, scm batnaði doð-
inn, hafi lungnabólga drepið 10, og þvi að eins 40 kýr
af 100, sem lifni við til fulls. Eigi ósjaldan kemur það
fyrir, að sama kýrin fái doða optar en einu sinni.
Kryfji maður kú, sem drepizt hefur úr doða, má
heita að maður sjái það eitt einkennilegt, að innýflin
líta því nær alveg eins út og í skepnu, er skorin hefur
verið heilbrigð, að eins eru þau opt nokkuð blóðjirútn-
ari, en þau eiga að sjer. Annað sjest ekki, sem ein-
kennilegt geti vorið fyrir sýkina, nema ef vera skyldi
að nasir og kok eru opt full af hálf tuggnu fóðri. Á
kálfsleginu sjest ekkert; þegar kýrin hefur dáið úr leg-
bólgu, er legið alltaf mjög stórt og þrútið, og innan í
því daunillur vökvi með hálfrotnuðum tægjum. Laka-
stýflan er, eins og áður er áminnst, alls ekki einkenni-
leg fyrir doða.
Orsakir docfuns. Þegar tekið er tillit til þess, að
krufningin, — sem þó við flesta sjúkdóma er sá leiðar-
steinn, er menn hafa fetað sig fram eptir — gefur svo
að segja engar bendingar um orsök eða uppruna doð-
ans, má það ekki furða, þótt menn hafi verið í vafa
um það, í hverju hin rjetta orsök sýkinnar væri fólgin.
Það er þó ekki svo að skilja, að menn hafl ekki reynt
til að komast fyrir eðli hans og uppruna; öðru nær.
Bæði er það, að sjúkdómurinn hefur þótt næsta undar-
legur, og svo er hann jafnan óþægilegur og dýr gest-
7*