Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 43
39
að jeg þekki þar ekki eins vel til af eigin reynzlu eins
og í Danraörku og Noregi, og svo hitt, að fyrirkomu-
lagið á mjólkurbúunum í þessum þremur löndum, er
mjög svipað. Hvað sjerstaklega snertir smjörgerð í
Svíþjóð, þá má svo að orði kveða, að Svíar standi mitt
á rnilli Dana og Norðmanna í því efni. Þeir búa ekki
til eins gott smjör og Danir, en aptur á móti er smjör-
verkunin þar betri en almennt gerist í Noregi. í suð-
ur- og miðhluta Svíþjóðar eru mjólkurbúin almenn og
smjörverkunin i góðu lagi. Þar á móti er ástandið
lakara í norðurhluta landsins, enda eru kringumstæð-
urnar þar í flestu óhagstæðari og mjólkurbúin ekki eins
almenn og sumstaðar svo að segja óþekkt.
En hvernig hagar nú til á íslandi að því er snert-
ir meðferð og smjörverkun? Flestum mun koma sam-
an um, að ástandið hjá oss í því efni sje allt annað en
gott, sje yfirleitt fremur bágborið, enda hefur til þessa
fátt eða ekkert verið gert til að bæta það. Öll smjör-
gerð og smjörverkun er í miður góðu lagi, og smjör-
framleiðslan miklu minni en hún gæti verið og ætti að
vera. Mjólkin er vanalega látin setjast í trogum og
byttum, sem látin eru standa annaðhvort í búrinu, sem
tíðast cru ljelegir moldarkofar, innan um allskonar mat
væli og matarloifar eða þá í hálfdimmum kjöllurum
undir baðstofugólfinu. Einstaka maður notar vatn til
þess að kæla með mjólkina eða láta hana setjast í því.
Mjólkin er optast tví og þrí dægruð, og eptir þann tíma
er hún þá stundum farin að súrna, cigi sízt að sumr-
inu, ef hitatíð er. Smjörið hefur orð á sjer fyrir að
vera illa verlcað, súrt, ofsalt, farðað, þrátt, hárugt,
blandað öðrum fituofnum o. s. frv. Af því leið-
ir, að þeir, er hafa smjör aflögu, lenda opt í stök-