Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 31
27
verkun („gæres og modnes“). Ostaskálarnir eða kjall-
arinn. sem osturinn or geymdur i, þarf að vera þjettur
og yfirliöfuð vel gerður. Þar má livorki vera ofheitt
eða ofkalt og loptið mátulega rakt, eða ekki um of
saggafullt Þessi mjólkurbú eru misjöfn að stærð, en
flest hafa þau til meðferðar 2000—4000 pd af mjólk á
dag. Vanalega fæst 1 pund af osti úr 10—12 pd. af
mjólk. Úr mysunni er búinn til mysuostur 1 Noregi
eru nú rnilli 40 og 50 mjólkurbú, er einungis búa til
ost og selja haun út.
4. Mjölkurlú, er nota vatn og ís til að slcilja með
mjóikina eru eigi svo fá. E>að var 1866 að hið fyrsta
mjólkurbú var stofnað með því fyrirkomulagi, en seinna
fjölgaði þeiin mikið, og um einn tíma var það „móðins-1
i Noregi að nota þessa aðferð. Þessi „kælingar" að-
ferð er einnig að mörgu lcyti hentug og undir flestum
kringumstæðum kostnaðariítil í samanburði við hin
stærri skilvjelamjólkurbú. Það eru enn þá skiptar
skoðanir um það, hvort betra sje eða hentugra, þegar
á allt er litið, að nota vatn og ís eða skilvjel til að
skilja með, sjerstaklega að því cr snortir hin minni
mjólkurbú. Því verður að vísu ekki neitað, að þegar
vatn og ís er notaður, verður einlægt mcira eptir í
mjólkinni af smjörfeiti, heldur en þegar hún er skilin
i si.ilvjel. Þetta hefur að vísu enga verulega þýðingu,
þegar um hcimilismatseldina er að ræða, en á stærri
mjólkurbúum gætir þess meira. Þess utan er það Jculdi
vatnsins, sem hefur mikil áhrif á hve mjólkin skilst
vcl; þess kaldara sem vatnið er, því betur skilst hún.
A mjólkurbúum þar sem „kælingar“-aðferðin er viðhöfð,
er því æftnlega notaður ís til að kæla vatnið með. Hita
þess er ávalt haldið svo lágt sem auðið er, og er bezt
að hann sje eigi hærri en 0°—2° 0. Mjólk, sem skil-