Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 162
168
á búmálefnum, eins og Ijóslega sjcst af því, að þeir fóru
að gjöra fyrirspurnina.
Margir ern á einu máli um það, að „Búnaðarritið“
geti gjört gagn, en víst er um það, að gagn gjörir það
því að eins, að það sje keypt og — lesirj.
Maður kom á bæ og sá „Búnaðarritið“ liggja óupp-
skorið á borði. „Láttu mjer eptir bókina“, segir hann
við bónda, „þú kærir þig hvort sem er ekkert um hana“.
„0-jæja“, segir bóndi, „jog held að þú rnegir hafa hana,
þú getur tekið hana í baka-leiðinni“. Gestur þakkar
og fer ferða sinna, en þegar hann kemur aptur, er bóndi
búinn að skera upp ritið og — vill þá fyrir hvern mun
ekki missa það. — Sagan cr sönn og jeg þykist vita, að
hjer á landi sjeu margir fleiri bændur, sem vilja ekki
missa „Búnaðarritið11, en þá verða þeir líka að kaupa
það, skera það upp og lesa það.
Ef lýsa ætti í fám orðum búnaðaráhuga vor ís-
lendinga í lok 19. aldarinnar, mætti segja, að vjer lifð-
um aðallega af landbúnaði og ættum eitt gott búnaðar-
rit, sem nokkrir keyptu, en fáir læsu.
20. öldin verður að skcra úr, hvort „Búnaðarritið“
verður skorið upp eða það verður — skorið niður.
Magnús Einarsson.