Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 87
83
átta er betri en á vaxtarstaðnum. Það er einnig bezt,
að hinar ungu plöntur venjist sem fyrst við öll þau
vaxtarskilyrði, er þær eiga undir að búa síðar meir.
Önnur ástæðan, og hún ekki þýðingarlaus, er sú, að
liggi trjáreiturinn í fjarska, þá er flutningur plantanna
opt ómögulegur á hinum bezta tíma. Á þetta leggjum
vjer því meiri áherzlu, sem sumarið er hjer styttra en
víðast hvar annarstaðar, og því eiunig meiri nauðsyn
á, að plönturnar geti notað það allt sjer til vaxtar og
viðgangs.
Þegar plöntur eru fengnar langt að, getur hæglega
svo farið, að */2—1 mánuður tapist alveg af vaxtar-
tíina plöntunnar, auk skemmda þeirra, sem ungar
plöntur fá opt við flutninginn.
Þar sem hin ungu skógartrje eru gróðursett, er á-
ríðandi, að algerlega sje friðað fyrir átroðningi allra
skepna, og mundi þetta valda töluverðum kostnaði hjer
á landi.
Það er eigi eins dæmi, að vjer íslendingar höfum
eyðilagt skógana. í Noregi hafa þeir og beðið sömu
afdrif á mörgum stöðum, einkum á vesturströndinni og
Finnmörk. Á fjöldamörgum stöðum þar sjást hinar
hryggilegu afleiðingar þess, að skógarnir hafa verið
eyðilagðir. Landið er uppblásið ; berir klettar og ó-
ræktar mýrar og móar eru þar sem áður var fagur
skógur. En Norðmenn hafa gert tilraun til að stöðva
þessa eyðileggingu, og ekki að eins það, heldur og að
skógklæða landið aptur á ný. Það er mjög fróðlegt,
að líta yfir þetta starf Norðmanna.
Hinar fyrstu verulegu tilraunir til skógræktar á
vesturströnd Noregs voru gerðar 1861. Það var garð-
yrkjumaður P. H. Poulsen, sem kom með þá tillögu,
að gerðar yrðu tilraunir til að planta skóg áskóglausa
6*
L