Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 180
176
flutt, en fjármarkaðir nýir fyrir lifanfli fje voru ekki
opnaðir og innflutningsbannið brezka lá eins og mara
á kaupfjelögunum og allri verzlun yfirleitt. Þó fjekkst
meira fyrir fjeð þetta ár, en fyrir fje árið áður, sem
selt var í Frakldandi og Belgíu, yfirleitt 1 kr. 50 a.
rneira fyrir kindina, eða að meðaltali 12 kr. 25. aura.
Þyngdarmarkið var hið sama og árið áður, 105 pund.
Norður-Þíngeyingar fengu fyrir íje sitt, er sent var út,
að kostnaði frádregnum 14 kr. 58 a. að meðaltali,
Suður-Þingeyingar 12 kr. 56 a., kaupfjelag Þórshafnar
14 kr. 6 a., Vopnafjarðardeild Fljótsdalshjeraðsfjelags-
ins 14 kr. 10 a., Seyðisfjarðardeild sama fjelags 12 kr.
38 a., kaupfjelag Eyíirðinga 12 kr. 11 a., Svalbarðs-
eyrar 12 kr. 5 a, Húnvetninga 12 kr. 2 a., Dalasýslu
11 kr. 81 e., Vestur-Árnesinga 11 kr. 56 a., Skagfirð-
inga 11 kr. 1 e. og Stokkseyrar 9 kr. 27 a. — Verð
á hestum var lágt, að meðaltali um 54 kr. — Ull var
i mjög lágu verði; fyrir norðlenzka ull fjekkst að eins
55—57 a. — Kjötverð innanlands 12—18 aura pd.
Margt fje rekið til Reykjavíkur um haustið, jafnvel af
Norðurlandi, og fjekkst yfirleitt 14—16 aurar fyrir pd.
Var algengast sláturverð í Rvík á kjöti 14—18 a. pd.,
mör 22 a., gærur 20—22 a., og innan úr 75—130 a.
— Síld var í hærra verði en undanfarið; fjekkst 5—6
kr. fyrir tunnuna.
Kaupfjelag Þingeyinga gjörði tilraun til að senda
út vandað skilvindusmjör og selja á Englandi, og heppn-
aðist vel; fjekkst 80 aurar fyrir pd. að kostnaði frá-
dregnum.
Markaður fyrir hross brást algjörlega í Húnavatns-
sýslu; olli það peningaleysi þar í sýslu og yfirleitt voru
almenn peningavandræði um allt land; var bæði gengið
ríkt eptir skuldum af kaupmönnum og þar eð lítið var