Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 58
64
Tekjur búsins, að frádregnum kostnaði, eru því eptir
þessum reikningi (3692 -4- 692) 3000 kr., eða 300 kr.
til jafnaðar á bvern liluthafa. Það getur vel verið,
að sumir útgjaldaliðirnir sjeu of lágt settir; en þótt
svo væri, þá mundi samt mjólkurbúið hafa vinning
fram yfir notkun skilvindunnar. En sje nú árlegur
kostnaður við notkun hennar talinn, svo sem vinna,
slit hennar, vextir, viðhald, salt og iieira, og gerður
50 kr., sem ekki mun ofhátt áætlað, þá er það ljóst,
að búið veitir sameignarmönnunum meiri hagnað, en
þeim er unnt að ná, ef hver þoirra væri út af fyrir
sig með sína skilvinduna hver.
Að því er verðið á smjörinu snertir, skal jeg taka
það fram, að hjer er einlægt rniðað við sölu á því til
Englands.
Þegar því nú á allt er litið, þá verður það auð-
sætt, að mjblkurlmin veita, sje þeim liaganlega fyrir
komið og vel stjórnað, meiri liagnað og jafnari, að því
er aíurðir kúpeningsins snertir, heldur en liægt er að
ná á annan hátt, og það enda þótt þau sjeu stofnuð í
smáum stil.
Ejómahúanna hefur áður verið minnst (bls. 14—
17) og iýst kostum þeirra og göllum, og er óþarft að
endurtaka það hjer. Það er mjög sennilegt og líklegt,
að þau gætu koinið að notum hjer á landi í mörgum
sveitum, með líku fyrirkomulagi og á Jótlandi. —
Sjerstaklega hafa þau þann kost, að ílutningurinn til
þeirra er ótilflnnanlegur, þar sem það er einungis rjóm-
inn, sem flytja þarf. Aftur á móti þurfa sameignar-
mennirnir að eiga skilvindu til að skilja í mjólkina
heima, og eykur það kostnaðinn við þau, nema því að
eins, að mjólkin sje látin setjast í vatni og ís, scm
gæti farið ágætlega. Að nota trog og byttur, eins og