Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 120
116
til að lýsa sjer, er þeir gengu úti um nætur. Þessir
kjarrviðisgarðar voru bezta vörn móti garðbrotum bæði
manna og fjenaðar og í skjóli þeirra gat vökumaður
vel leynt sjer fyrir aðkomandi ungmennum eða öðrum
lýð, sem ávöxtum vildi stela um nætur. í þá garða,
sem skyldu vera tryggar varnir móti öllum óboðnum
gestum, höfðu mcnn kjarrviði með hvössum þyrnibrodd-
um, og um þá talar Hómer, eins og áður er sagt. Mest
voru hafðar til þess tvær tegundir af cratœgus, sem
Norðmenn nefna bjarnarbcr og eru mjög þyrnóttar, og
svo villirós, sem er alsett broddum. Bæði Columélla,
Plinius og Palladius, rómverskir fræðimenn, segja fyrir
um það, hversu sá skal til lifandi limgarða.
Cassionos Bassos hefur skrifað bók eina eptir boði
Konstantíns 5., Miklagarðskeisara, (sem lifði frá 912—
959 e. Kr); sú bók er alinenntfnefnd „Qeopontica“. Bók-
in er eintómur samtíningur og hefur yfirlit og ágrip af
öllum þeim bókum, sem þá voru til um landbúnað, svo
menn vissu til. Þar eru nefndar ýmsar bækur, sem nú
eru glataðar. í þeirri bók er leiðbeining til að gróður-
setja limgarða.
Rómverjar munu varla hafa þekkt þá aðferð, að klippa
limgarðana, til þess að halda föstu sniði á þeim, fyrr
en um hingaðburð Krists. Plinius nefnir til Matius,
riddara, sem frumkvöðul að þeirri aðferð. Þessi Matius
var gæðingur Ágústs keisara, og ritaði þrjár matreiðsiu-
bækur. í þessa garða voru höfð bæði eik, kornelviður,
plómutrje, hesliviður, víðir og villirós. Það hafa lík-
lega verið víngarðar, aldingarðar og grasblettir, sem
nálægt borgunum voru, cr á þennan hátt voru girtir.
Meðan Rómaveldi stóð, er eigi getið um gróður-
setta limgarða í öðrum löndum en þessum, er nú voru
nefnd, að því sem kunnugt er, og eptir fall Rómaveld-