Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 65
61
Skógurinn hefur þýtMngu fyrir þjóðfjelagið í heild
sinni með því að hann hcfur áhrif á loptslagið, dregur úr
sumarhitanum, en minnkar vetrarkuldann.
Skógivaxin lönd hafa loptslag, sem er litlum breyt-
ingum undirorpið; næturfrost á sumrum eru sjaldgæf og
hitinn verður jafnari.
A úrkomuna hafa skógarnir áhrif; hún verðurjafn-
ari og löng þurkatímabil koma aldrei. í löndum þeim,
sem eru því nær skóglaus, koma þráfaldlega löng tíma-
bil, sem ekkert rignir t. d á Spáni, sumstaðar í Afríku
og víðar. Sem dæmi þess, að skógar hafi áhrif á úr-
kornuna iná geta þess, að hjá Kairo á Neðra-Egypta-
landi, sem áður var skóglaust, rigndi að eius þriðja
hvert ár. Þá vóru þar plöntuð 20- -30 miljónir skóg-
artrjáa, sem höfóu þau áhrif, að nú rignir þar 30—40
sinnum á ári.
Skógarnir gcra löndin hlýrri, stormar og ofviðri ná
eigi til að beita eins afli sinu. Snjórinn rennur eigi sam-
an í skafla á vetrum, en laus drífa liggur jafnt um
skóginn. Skógurinn bindur jarðveginn, snjóföll og skrið-
ur falla mjög sjaldan. Allur jurtagróður verður þroska-
ineiri og þrífst betur í skjóli skógarins.
Auk þess sem nú hefur verið sagt, er fagur skóg-
ur upplífgandi fyrir lyndisfar manna, og hefur þannig
áhrif á þjóðareinkennin.
Af því sem hjer hefur verið sagt, ætti það að vera
ljóst, hve afarmikla þýðingu skógarnir hafa fyrir þjóð-
fjelagið í heild sinni; þess vegna hafa og löggjafar
ýmsra þjóða samið lög, sem á annan bóginn banna eyði-
lcggingu skóganna og styðja á hinn bóginn verndun
þeirra og útbreiðslu.
i