Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 61
57
hverjn heimili eða hverjum búanda, er selur mjólk til
búsins, rannsökuð, hvað mikill rjómi sje í hcnni, og
á þeirri rannsókn byggist hlutfallsleg borgun mjólkur-
innar til hluteiganda. Þennan reikning er sjálfsagt og
nauðsynlegt að kenna hjer, og þurfa nemendurnir að
vera vel að sjer í honum. Þegar verkleg kennsla í
meðferð mjólkur o. s. frv. er komin á gang fyrir al-
vöru, þá er fyrst fengin trygging fyrir því, að hægt
sje að útvega fólk til þess að vinna á mjólkurbúunum,
sem kunni til allra verka, er þar verða með höndum
höfð. í sambandi við þetta, sem minnzt hefur verið á,
kemur spurningin um það, hverjir eigi að starfa á
mjólkurbúunum, hvort heldur karlar eða konur. í
Danmörku eru það aðallega karlmenn, er vinnaáþeim,
en í Noregi eru það vanalega stúlkur. Eptir því, sem
til hagar hjcr á landi, eru konur, að mínu áliti, sjálf-
kjörnar til þess að annast og framkvæma öll mjólkur-
búverkin á mjólkurbúunum, þegar þau komast á gaug
og verða almenn.
Mjólkurbúin og rjómabúin hjer á landi verða eigi
stærri eða umfangsmeiri en svo, að minnsta kosti fyrst
um sinn, og ef til vill aldrei, að búvcrkin á þeim verði
ofvaxin eða um of eríið konum að vinna að þeiin eða
hafa þau á hendi, enda hefur kvonnfólk vanaleganæm-
ari þrifnaðartiliinningu en karlmenn. Hin áminnsta
kennslustofnun ætti því að vera sniðin mcð tilliti til
þess, að það yrðu stúlkur, sem gengju á hana og nytu
þar tilsagnar. Skityrðin fyrir inntöku á skólann ættu
meðal annars að vera þau, að stúlkan væri heilsugóð,
vönduð í allri umgengni og ckki yngri cn 18 ára.
Enn fremur ætti hún að kunna lcstur, vera sæmilega
skrifandi og hafa lært að minnsta kosti fjórar höfuð-
greinirnar í einskonar og margskonar tölum og tuga-