Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 141
137
spillir. Tilraunir, som gjörðar væru upp til sveita, þar
sem skjólgott væri, muudu víða hvar heppnast betur
en í Reykjavík. Viðleitnin er þó engum bönnuð, segir
máltækið, og með það fyrir augum hafa þessar leiðbein-
iugar verið settar hjer, ef einhver vildi reyna betur
annarsstaðar. Hagnaðurinn er ómetandi, ef tilraunin
heppnaðist. Þessi eina tilraun Schierbecks sannar alls
ekkert.
Cratœgus sangvinea. Síberíuþyrnir vex sjálfala í
austurhluta Rússlands og austur um Síberíu alla, eink-
um á AltaífjöIIum, við Amúrfljót og á Kamsjatka. Þessi
þyrnitegund var flutt til Pjetursborgar fyrir löngu til
að gjöra þar með henni limgarða, af því að hvítur þyrn-
ir .þoldi þar illa vetrarhörkurnar, sem eru að mun meiri
en víðast á íslandi. Síberíuþyrnirinn þoldi vel vetrar-
kuldann og reyndist ágætur til girðinga, og er nú hafð-
ur til þess um mikinn hluta Rússlands og Eflnnlands.
Nokkur pund af fræi þessarar þyrnitcgundar voru feng-
in til Noregs frá Pjetursborg í októbermánuði 1855 og
lánaðist, mjög vel, og komu upp margar þúsundir jurta.
í jurtagarðinum í Kristjaníu i Noregi er alinn fjöldi
þyrnitegunda, en af þeim öllum lifnar Síberíuþyrnirinn
fyrstur á vorin og fellir laufið fyrstur á haustin, opt í
miðjum septembermánuði og síðari hluta hans. Hversu
skammt og kalt sem sumarið vcrður þar, þogar verst
árar, þá verða þó frjóangarnir fullþroska undan sumr-
inu, og vetrarkuldinn er á þessari tegund aldrei að
meini. Reynslan hefur sýnt, að í Kristjaníu blómgast
þcssi þyrnir að jöfnuði í b}rrjun júlímánaðar, og ber
þroskaða ávexti í lok ágústmán. og byrjun septembers.
Þar við bætist, að Síberíuþyrnirinn þroskast bæði betur
og skjótara, en nokkur önnur þyrnitegund, er að öllu