Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 9
5
og nota þær í staðinn fyrir ís. Hin stærri mjólkurbú
kosta moð öllu tilheyrandi frá 24—40 þús. kr.; en hin
minni frá 12—20 þús. kr. Má af þessu sjá, að mjólk-
urbúin í Danmörku eru meir en nafnið eitt, enda spara
Danir ekkert til þess að gera þau svo úr garði, að vel
megi við una. Bn þess ber einnig að gæta, að þeir
eru efnuð þjóð, landið vel yrkt og frjósamt, samgöngur
ágætar, og verzlunin í all-góðu lagi. Hjer við bætist
einuig lifandi áhugi á búnaðinum og framförum hans,
og samtök og fjelagsskapur meðal bænda í þeim til-
gangi að bæta kjör sín og þjóðarinnar. Danir eru sú
þjóð, sem flestum öðrum fremur fylgir þeirri kenning,
að fjelagsskapur er í flestu beztur.
Á mjólkurbúunum vinna vanalega að búverkunum
3—4 karlmenn og 1—2 stúlkur. Launin eru 300—400
kr., og fyrir stúlkur 250—300 kr. um árið. Laun verk-
stjóra eru þó tíðast hærri, eða 500— 600 kr., og þess
utan húsnæði og mjólk, sem hann meðþarf til fæðis.
Flest mjólkurbúin búa að eins til smjör, en selja und-
anrenninguna aptur til bændanna, er nota hana bæði
til heimilisbrúks, og svo handa svínurn og kálfum. Það
sem afgangs er af mjólkinni og ekki selst, er notað til
ostagerðar.
Þegar komið er inn í hina nýrri og fullkomnari
mjólkurskála, meðan á búverkunum stendur, þá er það
þvi líkast, sem komið sje inn í verksmiðju, að öðru
leyti on því, að alt lítur svo hreinlega út og þokkalega.
Alt gengur þar mcð vjclum, sem hreyfðar eru með gufu-
afli, og 1 eða 2 menn gjöra eigi annað en líta eptir,
að alt gangi sinn rjetta og jafna gang. Strokkarnir,
sem ýmist cru 2 eða 3, ganga sjálfkrafa án þess nokk-
uð þurfi að skipta sjer af þeim annað en líta eptir og
aðgæta, hvenær strokkað er. Verkafólkið lítur hreinlega