Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 20
16
almennu mjólkurbú. Þau krefja lítinn vinnukrapt, fátt
verkafólk, og sparast mikið við það. Loks fylgir þeim
sá kostur, að hver hlutaeigandi heldnr eptir heima
sinni mjólk og getur notað hana til heimilisins eptir
því er hentast þykir. Sjerstaklega þykja þau hentug
þar sem strjálbyggt er og erfitt um samgöngur vegna
vegaleysis o. s. frv. Kostnaðurinn við rekstur þeirra
er einnig töluvcrt minni en við liin algengu mjólkurbú;
én sá sparnaður verður þó nokkuð hverfandi þegar á
allt cr litið og síðar skal sýnt. Þá er þessu næst að
líta á gallana eða ókostina, er þessi rjómabú hafa i
för með sjer. Hvað nú fyrst kostnaðinn snertir, þá ber
þess að gæta, að með því fyrirkomulagi, sem hjer hefur
vorið minnst á, verður hver búandi og hluteigandi bús-
ins að eiga skilvindu, til þess að geta skilið mjólkina
iijótt og vel. Ef tekið er nú dæmi af minnsta rjóma-
búinu, þar sem sameignarmennirnir eru 50 og gjört
ráð íýrir, að hver þeirra eigi eina skilvindu, sem kostar
160 kr.. þá verður það samtals 160 X 50 = 8000 kr.
Rjómabúið sjálft, með öllu sem því tilheyrir, kostaði
6000 kr. En í raun og veru kostar það 6000 + 8000
= 14,000 kr. Þetta liggur í því, að mjólkurbúin
kaupa mjólkina ósbilda og skilja hana sjálf, og spara
þannig þeim, er selja mjólk til þeirra, að eiga skilvind-
ur. Hið samlagða verð skilvindanna, sem sameignar-
mcnn rjómabúanna eiga, ber því með rjettu að skoða
sem einn hluta af kostnaði þeim, er búin hafa í för
með sjer. Rjómabúið, sem tekið var sem dæmi, kostar
því, þegar á allt er litið, ekki 6000 kr., heldur 14,000
kr. En fyrir þá upphæð er hægt að setja á fót lag-
legt mjólkurbú, sem nægir handa viðkomandi fjelagi,
með þeim kúafjölda, er það á. Það sjest af þessu, að
sparnaðarkosturinn hverfur eins og af sjálfu sjer að