Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 155
151
og hirða, því að bæði er hann ágætur til skinna sút-
unar, og gangi hann eigi út til þess, má leggja hann
í lög og mold á milli laga; þegar það svo er grotnað
vel, þá má pæla það upp einu sinni og er það þá fræg-
asti áburður á garðastæði, þar sem gróðursetja á.
Þegar búið er að klippa vandlaupaefni af gerðinu
þrjú ár í röð, þá hafa Hollondingar þann sið, að láta
gerðið eiga sig næstu þrjú árin eða fjögur, og er það
mjög hyggilegt, til þess að trjen haldi þroska eða jafn-
vel styrkist. Þessi friðunarár eru þá allir angarnir
látnir vaxa, sem þeir vilja, og eru síðan hafðir í tunnu-
gjarðir. Þar á eptir má svo taka vandlaupaefni næstu
tvö árin, og síðan næstu 3—4 árin aptur girði; og á
þennan hátt getur uppskeran gengið koll af kolli langa
æfi, en annars er við því búið, að gerðið verði ending-
arminna.
Það má sjá af rómverskum ritum fornum, að nátt-
úrufræðingar hafa ráðið til að rækta vandlaupa-víðinn,
bæði til að fijetta úr honum skildi, vandlaupa ogfleira,
og eins til að fá vínviðarstoðir úr honum, og er ekkert
efamál, að ræktun hans hefur vcrið mjög tíðkuð þar frá
ómuna-tíð.
Vandlaupa-fljettun hcfur farið stórum fram um alla
Norðurálfu á síðustu árum, og nú er riðið slíkt heljar
ógrynni, að ótrúlegt er frásagnar. Blindum mönnum
og heyrnarlausum cr kennt að ríða vandlaupa ásamt
mörgum öðrum störfum, sem ótrúlegt er frásagnar, og
þeir ríða svo vel og snilliloga í alla staði, að sjálfur
Fjalla-Eyvindur hefur hvergi nærri komizt í hálfkvisti
við þá, og er þó sagt, að hann hafi enginn viðvaning-
ur verið í þeirri mennt. En til allrar þessarar fljett-
unar fer ógrynni af víðiöngum, og svo arðsöm er
ræktun þoirra, a,ð Frakkar og Þjóðverjar rækta öll firn-