Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 8
4
mjólk, sem búin kaupa og hafa til mcðferðar, nemur
3—5 milj. pd. yíir árið. Pessa mjólk, sem hjer er um
að ræða, selja bændurnir til mjólkurbúanna, og fá hana
borgaða í peningum í lok hvers mánaðar. Tíðast er
það svo, að hver mjólkursali (bóndi) selur sína mjólk
sama mjólkurbúi um lengri eða skemri tíma, eftir þvi,
sem um er samið, og er slíkur samningur bindandi.
Meðal fjelagsmjólkurbúanna varir þessi skuldbinding
optast 5 - 6 ár; en er einstakir menn eiga búin, gildir
samningurinn vanalega 1 — 2 ár. Hvert mjólkurbú hef-
ur vanalega 100—200 fasta mjólkursala eða bændur,
er það kaupir mjólk af. Telst svo til, að hverju þeirra
fylgi 400—800 mjólkandi kýr, og hinum stærri um og
yfir 1000. Mjólkinni er ekið i vögnum til mjólkurbú-
anna, og eru fengnir til þess sjerstakir menn, sem gera
það fyrir ákveðna borgun, sem búið greiðir af hendi.
Hvert þeirra heldur jafnaðarlega 3 — 5 ökukarla, eptir
stærð og kúafjölda. Á mjóikurbúunum er tekið á móti
mjólkinni að eins einusinni á dag, að morgninum.
Kveldmjólkin er geymd þannig, að föturnar, sem hún
er i, eru látnar standa í köldu vatni yíir nóttina, til
þess að mjólkin haldist ósúr og hrein, þar til henni er
ekið til mjólkurbúsins, ásamt morgunmjólkinni, sem
einnig skal vera kæld, áður hún er send. í sjálfum
mjólkurskálanum er tekið á móti mjólkinni og hún bú-
verkuð þar. Mjólkurskálinn er stórt hús, sem skipt er
í 3—6 rúm, eða eptir því, cr hentast þ}drir. í skálan-
um standa allar vjelar og áhöld, sem notuð eru við mjólk-
urmatseldina. Vanalega er ísliús áfast við mjólkurskál-
ann og sameinað mjólkurbúinu. Að vetrinum er safn-
að í það ís, sem goymdur er til sumarsins, og notaður
þá til þcss að kæla með rjóinann og smjörið. Hin síð-
ustu ár hafa nokkur mjólkurbú fengið sjer frystivjelar,