Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 178
174
arbakka 750 og Stokkseyri tæp 600. — Á Austfjörðum
og Yestjörðum var íiskafli tregur um veturinn, nema á
Bolungarvíkurmiðum. — Þilskipaafli var yflrleitt í held-
ur lakara lagi. Þilskip af Vestfjörðum öfluðu með
minnsta móti á vetrarvertíð, bæði vegna storma, íss og
flskileysis. Þilskip frá Faxaíióa öfluðu yfirleitt vel. Úr
Reykjavík voru alls 34 skip, og mun allur aflinn hafa
nnmið um ll/2 miljón. Kaupmaður Th. Thorsteinsson,
er yfirleittmun hafa aflað bezt, fjekk á 6 skip 293,900.
Geir Zoega fjekk um 2000 skp. á 8 skip og var af
því rúmlega 1200 skp. saltfiskur nr. 1. — Suinarvertíð
var í lakara lagi á Austfjörðum og lítill síldarafli um
haustið, en fiskiaiii langt úti fyrir. Norðanlands voru
aflabrögð víðast rýr, þó var haustvertíð við Skagafjörð
álitin í fullkomnu meðallagi. — Hákarlaveiðar heppn-
uðust yfirleitt vel, en hvalveiðar miður, þó í allgóðu
lagi. — Síldarafli var mikiil á Eyjafirði í nóvember-
mánuði. Á tveimur dögum komu þannig á land 2500
tunnur alls, og af því fengust 900 tn. rjett hjá bæjar-
bryggjunni. Annars brást síldarveiði víðast annarsstað-
ar. — Upsaveiði var allmikil bæði í Hafnarfirði og
Eeykjavík og víðar við Faxaiióa um árslok.
Þar eð vetrarvertíðarafli brást tilfinnanlega á Vatns-
leysuströnd og í suðurhreppum Gullbringusýslu, svo og
sildarafli um vorið og grásleppuafli og yfir höfuð allur
afli, var ástand manna hið bágbornasta og voðalegra
en nokkurn tíma áður, svo að leitað var til amtsráðs
um að afstýra yfirvofandi hallæri í þessum sveitum,
þar sem almenningur af vinnandi fólki hafði flúið burt
úr hreppnum til að leita sjer atvinnu í bjargvænlegri
hjeruðum, en skilið heimilin eptir bjargarlaus.
Lundatekja var í Vestmannaeyjum í betra meðal-
lagi, en fýlungatekja með langrýrasta móti sakir storma