Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 118
114
Lifandi limgarðar eru eigi ncin ný uppáfynding;
þeir eru komnir til lögaldurs fyrir löngu. Þýzkur fræði-
maður, Franz Woenig að nafni, segir, að Bgyptar hin-
ir fornu haíi haft þess háttar garða, og á gamla testa-
mentinu má sjá, að þeir hafa eigi verið ótíðir hjá Gyð-
ingum. Það sjest enn fremur víða af Hómers kvæðum,
að Grikkir hafa gróðursett lifandi limgarða hjá sjer fyr-
ir þrem þúsundum ára. í þessar girðingar hefur mest
verið hafður hvítur þorn af ýmsum tegundum og lík-
lega mest sú tegund, sem víðast er höfð til þess enn i
dag og heitir á latneskri tungu cratœgus oxyacanthus.
Það er því öll líkindi til, að það sje einmitt þessi teg-
ung, sem Hómer á við, er hann á einum stað í kvæð-
um sínum getur þess, að hvítþyrnigarður haíi gróður-
settur verið, scm aðhald um svínaflokk; enn á cinum
stað getur hann þess, að þyrnir hali verið sóttur til að
gróðursetja girðingu um garð Laertesar.
Þegar mannkynið var hætt að roika um löndin með
hjarðir sínar og hafði fcngið sjer fasta aðseturstaði, þá
þurfti líka glögg merki milli eigna manna, til þcss að
koma í veg fyrir landaþrætur og nábúakrit, og í lög-
um Mósesar (5. bók 19, 14; 27, 17) er lýst bölvun
yfir þeim manni, sem merki færir. í öndverðu hafa
slíkar girðingar verið úr moldarhnausum og grjóti eins
og vjer höfum enn í dag, en á Hómerskvæðum má sjá,
að menn hafa þegar á hans dögum haft samfijettað
þyrnikjarr til girðinga. Herödót, sagnameistari grískur
(lifði a 5. öld fyrir hingaðburð Krists), segir, að vígið
í Aþenuborg hafi verið kringt lifandi þyrnigerði frá
alda-öUli.
Rómverjar hinir fornu gróðursottu ýins trje og
kjarrviði milli jarða sinna, og höfðu á þann hátt glögga
merkigarða; þó voru það eigi varnargarðar, því að trjen