Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 132
128
mjög skömmum tíma, og eina vagnhleðslu af slíkum á-
burði borga Skotar jöfnu verði og það væri kúamykja.
Bezt er á ökrum og í görðum og eins við gróðursetn-
ingar, að strá þanginu svo, að annað lagið sje þang en
hitt mold, og pæla svo upp og róta í því, og helzt
tvisvar sinnum, þegar nokkur tími frá líður; þetta mætti
gjöra að haustinu til og búa þannig jarðveginn undir
vorgróða. Á Norðurlöndum er þangáburður eins og á
íslandi ennþá í bernsku, en þar sem hann hefur verið
reyndur, er hann hvívetna sama gullnáman, enda breið-
ist hann nú út óðum allstaðar annarsstaðar.
Jörð mun á fáum stöðum vera svo feit fyrir, að
eigi þuríi að blanda við moldina meira eða minna af
áburði, og þá er hagfeldast að gjöra það á þann hátt,
sem hjer segir: Fyrst er mæld út reim sú, sem garð-
urinn skal standa á. Sje reimin grasi vaxin, sem tíð-
ast mundi verða, þá er grasrótin skorin ofan af, annað
hvort í langtorf eða kringlutorf. Torfflagið er hæfilegt
að sje 3 fet á breidd, sem þá verður garðstæðið. Torflð
er svo lagt á annan pælubakkann, og moldin því næst
grafin upp úr pælunni með sömu breidd og pælan er,
og 2 feta djúpt, allt jafndjúpt og allt 3 fet á breidd,
jafut efst og neðst. Hægast er að leggja torfið á ann-
an barminn og róta moldinni á hinn. Þegar svo skurð-
urinn er búinn og allt er í reglu, þá er torfið fyrst
lagt á botninn á skurðinum og grasið látið snúa niður.
Því næst er blandað saman við moldina svo miklum á-
burði, sem þörf gjörist, og síðan öllu saman rótað ofan
1 skurðinn. Sje fastur leirjarðvegur, þar sem garður-
inn skal vera, eða önnur jörð þess háttar, sem trje þríf-
ast illa í, svo sem í járnblendinni mold, þá verður að
blanda hana mold annarstaðar frá, áður en áburðinum
er blandað saman við moldina. Grjóti öllu, sem kemur