Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 128
124
gagni. Þær hríslur einar eru hæfar, sem hafa vel
þroskaðar rætur, og þær má eigi setja of djúpt. Mold-
ina verður að væta milli laga og spara eigi vatnið, og
er hæfilegt að 2—3 þuml. af þurri mold sje ofan á
hinni votu. Til þess að vökva jöröina, má nota ílát,
sem sýnt or á 3. og 4. mynd í garðyrkjubókinni. Var-
ast verður að hafa hæla eða titti til að gróðursetja
með, heldur plöntunarskeið, áþekka þeirri, sem sýnd
er á 24. mynd í garðyrkjubókinni. Hin fyrstu tvö
sumrin næstu eptir gróðursetninguna, verður að halda
moldinni lausri á báðar síður garðsins og rífa dyggi-
lega í brott allt illgresi. Þotta er hægast gjört með
gref eða jarðhöggi (sjá 15. gr. í garðyrkjubókinni); þó
verður að pæla jörðina varloga kringum hríslurnar svo
rætur þeirra skaddist eigi; bæði eru þær enn smáar og
mjög ofarlcga í jarðveginum. Þess verður og vel að
gæta, að venja neðstu greinarnar haganlega, því að þær
eiga að þjetta garðinn neðst, svo eigi verði glufótt, og
því verður að bregða eða fljetta þær saman haganlega,
hverjar inn á milli annara, á haustin jafnóðum og þær
hafa þroska til.
Þær hríslur, sem hafðar eru til garða, verður að
flytja til einu sinni eða tvisvar áður en þær eru settar
þar í garðinn, sem þær eiga að standa síðan. Við gróð-
ursetninguna verður að gæta þoss, að ræturnar saki
eigi, og einkurn verður að fara mjög varlega með hin-
ar smágjörvu rætur eða rótarhár, og reyna til að skaða
þær sem minnst; þær eru jurtinni stórum gagnlegar,
og um þær sýgur hún að sjer fæðuna að miklu leyti.
Það er því hægt að skilja, að þroski hríslunnar sje
mjög háður þessum smáöngum eða hárum. Við um-
flutninginn verður að stýfa löngu rótarangana sem jafn-
ast af með vel beittum hnífl og eru þó skæri rniklu