Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 110
106
því spýtt undir húðina, hefur það talsverð áhrif í þessa
átt, en ekki til líka eins sterk og þegar því er hellt
inn í júgrið og þannig látið verka beinlínis á sjálfar
júgurfrumlurnar.
Júgur kýrinnar myndast af 4 kirtlum, hver með
einum spena, og er hver kirtill ein heild út af fyrir
sig. Frá hverjum spena, sem er talsvert víður ofantil,
gengur æði stór hola inn í kirtilinn; frá þessari holu
liggja svo í ýmsar áttir stærri og smærri gangar, sem
kvislast ailtaf meir og meir, líkt og greinar á trje, og
þrengjast, unz þeir enda í ofurlítilli holu eða blöðru.
Blöðrur þessar eru mjög smáar og svo þúsundum skipt-
ir í hverjum kirtli; að innan eru þær þaktar frumlum
þeim, er búa til mjólkina, og sígur mjólkin úr blöðrunum
eptir göngunum niður til spenans, og eru allar þessar
holur og gangar fullir, þegar mikil mjólk er í júgr-
inu.
Bf vol á að vera, verður joðkalium-vatnið að kom-
ast inn í sem flestar af smáblöðrunum, svo að það geti
haft verulog áhrif á mjólkurfrumlurnar, en það er því
að eins mögulegt, að blöðrurnar og gangarnir sjeu ekki
fullir af mjólk fyrir. Pví er það afar-áríðandi, að hver
kirtill sje svo þurr-mjólkaður, sem framast er auðið,
rjett áður en lyfinu er hellt inn í hann, og eptir að
búið er að hella þvi inn, skal nudda og strjúka júgrið
vel og vandlega, helzt frá spenunum og upp á við, til
þess að vökvinn renni upp eptir göngunum og inn í
smáblöðrurnar. Þoss verður og að gæta, að vökvinn
sje mátulega heitur, um 40° C., þegar honum er hellt
inn, því að ef hann er heitari en mjólkin, er hann líka
ljettari og rennur því liðugra upp í júgrið. Ofheitur
má hann þó ekki vera, því að þá er hætt við að júgrið
skeramist,