Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 71
67
þjóð, Noregi, Fmnlandi, Rússlaudi, Póllandi og víðar.
Furan þrífst betur í þurru loptslagi en votu.
Fjallafura (P. montana) heitir ein furutegundin; hún
vex í fjöllunum í Mið-Európu, en hefur á síðari árum
verið plöntuð afarmikið á Jótlandi og í Noregi. Furu-
trje þetta verður eigi svo stórvaxið, sem hin fyrrnefnda
tegund. Pað getur þó orðið 7—15 álna hátt. Upp af
sömu rót vaxa opt fleiri stofnar, sem í fyrstu beygja
sig lítið eitt út til hliðar, en síðan vaxa beint upp.
Limið er þjettsett nálum, sem falla á skógarbotninn, rotna
þar og mynda ágætan jarðveg. Trjátegund þessi vex í
allskonar jarðvegi. Yjer höfum sjeð hana vaxa með góð-
um þroska á uppgræddum roksöndum, í urðum og skrið-
um. Yfir höfuð vex hún allstaðar þar, sem hægt er að
fá næga rnold til að hylja rótina með, þegar plantað er.
Kulda, votviðri og umhloypingasama veðuráttu þolir
þessi trjátegund betur en nokkur önnur. Hún er víða
plöntuð í Noregi, sjerstaklega við sjó, þar sem aðrar
trjátegundir gcta eigi þriíizt. Fjallafura skýlir vel öðr-
um trjátegundum og myndar fljótt nýjan jarðveg. Þeg-
ar fjallaíúran er 20 ára, ber hún fullþroskuð fræ. Af
útlendum trjátegundum, scm ræktaðar hafa verið í Nor-
egi, er fjallafuran hin eina, sem tekur fram innlendum
trjátegundum Noregs í því. að þola óblíða veðuráttu.
Einkum koma yíirburðirnir í ljós, þegar skógurinn er
ræktaður á auðu svæði.
Greni (Picea excelsa) er önnur aðal-trjátegundin í
skógunum í Noregi. Það er einkar fagurt trje. Ræt-
urnar vaxa eigi langt niður, en dreifa sjer í yfirborði
jarðarinnar. Greni þolir því illa storma. Grenitrjeð
verður 45 álna hátt og 300—400 ára gamalt, en er
þó íullvaxið 100—140 ára. Nálarnar sitja á trjenu í
11—12 ár.
6*