Búnaðarrit - 01.01.1899, Qupperneq 26
Hin vanalogu stærri mjólkurbú í Noregi, sem rekin
cru með gufuafli, kosta með öllu tilheyrandi frá 8,000
—18,000 kr., og að eins fá yfir 20,000 kr. Verðmun-
urinu á mjólkurbúum í Noregi og Danmörku, eða kostn-
aðurinn við að setja þau upp, iiggur í því, að vanalega
eru þau minni að allri gerð í Noregi, og efnisviðurinn
er þar ódýrari. í Danmörku eru þau flest gerð af
steini (,,Mursten“), og það sem Danir nota af við til
þeirra, er optast keypt að.
Hin stærri mjólkurbú í Noregi hafa til meðferðar
frá 4000—6000 pd. mjólkur á dag, en fá cða ongin
þar yfir. Mörg af þoim kaupa ekki eða búverka meir
en 2000—3000 pd. á dag, og sum mikið minna. Þau
mjólkurbú, er nota sliilvindu sem snúið er, hafa eigi til
meðferðar af mjólk meir en 800—1600 pd. á dag. —
Viðskiptamenn eða hlutaeigendur eru tíðast frá 50—120
og sumstaðar enn færri, ef til vill ekki fleiri en 30—40.
Af þessu sjest, að mjólkurbúin í Noregi eru mis-
jöfn að stærð, sem stafar af strjálbyggð, óhægum sam-
göngum o. s. frv. Hin stærri bú eru rekin með gufu-
afli; ailmörg með vatnsafli og 2—-3 með rafmagni. Þess
utan er fjöldi minni mjólkurbúa, þar sem ýmist er not-
að vatnsafl, hcstkraptur, eða þá að mjólkin er skilin í
skilvindu, sem snúið er með hendinni. Að búvcrkunum
starfa optast eingöngu stúlkur, sjerstaklega í öllum hin-
urn minni mjólkurbúum. Vanalega eru 3 og 4 mat-
scljur á hinum stærri; en 1 og 2 í þeirn minni. Laun-
in eru 15—25 kr. um mánuðinn og þess utan ókeypis bú-
staður og mjólk er þær þurfa. Bústýrurnar á hinum
stærri mjólkurbúum fá í laun 25- 35 kr. um mánuð-
inn o. s. frv.
Á flestum mjólkurbúunum er búið til smjör og
ostur og á sumum þeirra að eins ostur eða smjör. Hin-