Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 27
23
ar algengustu ostategundir, sem þar eru búnar til eru:
„Scliweizerosturu, „Chedderostur“, „Gaudaostur“,„ Nögle-
ostur“ o. s. frv. Útfiutningur af smjöri og osti hin síð-
ustu ár hefur verið sem hjer segir (sbr. „Aarsheretning
om de offentlige Foranstaltninger til Landbrugets
Fremme):
Ar. Smjör. Ostur.
1891—95 609,720 kg. 78,184 kg.
1896 894 810 — 60,565 —
1897 1,508,441 — 113,888 —
Árið 1897 var íiut-t út af smjöri fram yfir inníiutt
804,159 kg. eða 114, 2°/0- En þess ber að gæta, að í
þessari skýrslu um útflutning á smjöri, er talið alt það
smjör, sem búið er til af mjólk og flutt út. En mestur
liluti þess er auðvitað búinn til á mjólkurbúunum, og
að eins lítið eitt af „bændasmjöri“, sem talið er með
eða flyzt út.
Tala mjólkurbúa í Noregi or nú (sbr. „Lomme-
almanah for iMndmænd for 1899“) 778 alls; en þar
af eru 46 bú, sem einungis búa til ost, og 12 smjör-
fjelög, sem teljast með mjóikurbúunum. Yið árslok
1897 voru þau 670 að tölu, og hefur þeim því á árinu
1898 fjölgað um liðugt 100, og er það dágóð framför
á einu ári. En hið síðastliðna ár (1898) var einnig
eitthvert hið bezta, hvað sölu og verð á smjöri snertir,
sem komið hefur lengi í Noregi. Yerðið var á heztu
tegund frá kr. 1,58—2,00 kg., (kr. 0,79—1,00 pd).
í Kristjaníu var meðalverð á smjöri og osti (1898),
sem hjer segir:
Smjör frá mjólkurbúum . . . kr. 1,78 kg.
Gott heimiiissmjör..............— 1,50 —
Almennur mjólkurostur .... — 0,28 —
„Nögleost“ (bezta tegund)
0,47