Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 35
31
þeirra strokka með handafli og einstaka nota vatn í
sama tilgangi, ef svo hagar til, að það cr hægt. Mjólk-
in er flutt til húsins bæði morgna og kveld að vorinu
og sumrinu. Yanalega sendir hver hluteigandi með
sina mjólk, eða 2—4 leggja saman, þegar lengra er að
flytja, ncma því að eins, að kerru eða vagni verði
komið við og mjólkinni ekið ; eru þá margir í fjclagi
um sama vagninn eða sömu kerruna og aka honni
til skiptis, sinn daginn hver, til mjólkurbúsins, og taka
aptur heim með sjer undanrenningu og áir. Mjólkurbú
með þessu fyrirkomulagi kosta tiltölulega lítið, bæði að
því er sncrtir húsakynni, áhöld o. fl. Þau hafa verið,
og eru enda enn, töluvert almenn sumstaðar á vestur-
landinu í Noregi, einkum í Raumdalsamti og áHáloga-
landi (Nordlandsamti). Þess er getið hjer að framan
(bls. 25), að árið 1895 voru á öllu Vesturlandinu 91
mjólkurbú, er notuðu skilvindu, og þar af voru 39 í
Raumdalsamti, 24 í Suður-Bergenh.amti, 20 í Norður-
Bergenh.amti o. s. frv. Hin síðustu ár hefur þessum
eldri skilvindubúum fækkað á þann hátt, að cigendur
þeirra hafa sameinað þau í stærri mjólkurbú, scm rekin
eru ýmist með gufu eða vatnsafli. En í þeirra stað
hafa risið upp önnur ný með sama fyrirkomulugi, þar
sein mjólkurbú höfðu ekki áður átt sjer stað, en eigi
var hægt að koma upp stórum búum vegna óhægra
kringumstæðna. Þessi aðferð, að byrja með lítil,
einföld og ódýr mjóikurbú í fyrstu, or sjerstaklega ein-
kennileg að því er snertir Raumdalsamt. Raumdalur
er stórt hjerað, cn strjálbyggt með köflum og óhægt
um samgöngur. Jarðir eru þar litlar og kúponingur fár
Hjá flostum, þótt einstöku bændur sjeu vel efnaðir.
Smjörgerðin var þar í rniður góðu lagi, eins og víðar,
og smjörframleiðslau lítil. Verzlun með smjör var þar