Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 124
120
þá þarf þegar að bæta þá hvert ár, og eptir 10—20
ár verður að hlaða þá frá stofni, allt eptir því, hve góð
stungan er. Grjótgarðar eru líka gallagripir. Auk þess
sem víða er enginn kostur efnis í þá, þá sökkva þeir
á fáum árum, svo að þeim verður að lypta á 10—20
ára fresti eða þá, að bæta ofan á þá með ærnum kostn-
aði. Þar sem grjót þarf að flytja að, eru þeir og afar-
dýrir og voðaslit bæði á mönnum og hestum. Þó er
þeim eigi saman jafnandi við torfgarða að gagnsemi og
hagkvæmi.
Það þarf ekkl mörgum blöðum að fletta til að sjá
hagnaðinn af limandi limgörðum, þar sem þeim annars
verður við komið sökum loptlags og jarðlags, en það
má á vel flestum stöðum upp til sveita, jafnvel á ís-
landi, þar sem aðeins er skjól fyrir norðannæðingi og
særoki, sem hvívetna hamlar öllum gróða. Það má
setja niður smáviðaranga á friðuðu svæði, þar sem skjól-
gott er, og ala þá þar, unz þeir eru nógu þroskaðir og
vanir loptslaginu, til að setja þá niður í garðinn. Sjálf-
sagt þarf í fyrstu bæði þolinmæði og framtakssemi, til
þess eigi að láta hugfallast, þótt fyrstu tilraunirnar með
gróðursetning smáviðaranganna misheppnist gjörsamlega.
Hjer mun að lokum eins og í öðru sannast, að „þolin-
mæðin þrautir vinnur allar“. Fyrstu tilraunirnar geta
að vísu orðið nokkað kostnaðarsamar, þar sem opt verð-
ur að vinna fyrir gíg, en að lokum mun reynast, að
limgarðar verða allt að einu hvað kostnaðarminnstir.
Þegar svo garðurinn er kominn í lag, þá getur hann
staðið fullt hundrað ára með góðri hirðingu. Svo að
þeir garðar, som jeg gróðurset á fyrstu húskaparárum
mínum, þeir vara allan minn húskap, allan búskap son-
ar míns, þó við verðum báðir marg-sjötugir, og mikið
af búskap sonarsonar míns, og margsinnis koma þeir