Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 157
153
reyna til við hann, scm víðast um land, og þá helzt í
þeim sveitum, þar sem innlendar víðitegundir þrífast
bezt, svo sem í Þingvallasveitinni, enda mætti reyna
og aðrar víðitegundir, en þær, sem þegar er reynt við;
það getur eigi farið hjá því, að einhver þeirra geti náð
svo miklum vexti, að hafa megi hana í limgarða, og
svo til að ríða úr vandlaupa. Yíðitegundirnar eru á-
kaflega margar, og eigi örvænt um að fleiri en ein
kunni að vera við hæfi íslands; en mætti svo verða, að
einhver þeirra gæti þroskazt og dafnað á íslandi, þá
getur enginn maður sagt fyrir, hvílíkur hagnaður það
gæti orðið með tímanum fyrir landið. En sjálfsagt cr,
að allmargar tilraunir þyrfti að gjöra, og á sem flest-
um stöðum, áður en fundin væri sú tegund víðis, sem
gæti á íslandi lifað af vetrarhörkurnar fyrst í stað.
Hjer skal að sinni eigi getið fleiri trjátegunda, sem
hafa mætti í limgarða, enda þótt fleiri mætti til tolja. —
Fram með tröðum upp til sveita ættu bændur að gjöra
tilraun með að gróðursetja reynivið, sem víða á land-
inu vex sjálfala; mundi mega að þessu verða bæðihagn-
aður og stór sveitarprýði. Einnig mætti og gjöra til-
raunir með fjalla-gulllakki (Cytisus alpinus) og sýringu
(Syringa vulgaris), sem eru hvað harðskcyttust allra
trjátegunda. Skal sáð fræi til þessara tveggja trjáa,
og er aðferðin öll hinn sama og sagt var um sáningu
hvítþyrnis. Af reynitrjám mætti gróðursctja greinir.
Jeg vildi að lokum óska, að bændur á íslandi vildu
nú sýna saina dug og framfaralöngun í þessu cfni, sem
þeir á síðustu árum hafa sýnt í svo mörgum öðrum