Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 21
17
vissu leyti. Þess má reyndar geta, að það eru ekki
allir af sameignarmönnunum, sem eiga skilvindur, en
íiestir eru það, enda er þeim gjört það að skyldu við
eitt eða tvö af þessum rjómabúum. Þeir, sem ekki
bafa eignazt skilvindu, nota iiestir ís og vatn til að
skilja með mjólkina. Skilvindan, sem þar er mest
keypt og notuð, er „Holstebrou, smíðuð af L. F. Hansen
i Holstebro á Jótlandi, og kostar 160 kr. Margir á-
lita, að smjörið, sem búið er til á rjómabúunum, sjo
lakara en almennt gerist á mjólkurbúum. Orsakirnar
til þess eru einkum þær, að rjóminn er meðhöndlaður
miður en skyldi áður en hann kemur til búsins, og í
öðru lagi það, að hann er ekki hitaður upp („pasteuri-
seret“), sem tíðast er gert á mjólkurbúunum og nú
er lögboðið. En þetta hvorttveggja, sem minnst var
á, or þannig lagað, að því má hrinda í lag, og þar
ineð greiða veg til betri smjörverkunar en nú á sjer
stað.
Þegar allt er athugað, kemur það í Ijós, að rjóma-
búin kosta, þegar skilvindurnar eru teknar með á
reikninginn, hjer um bil hið sama og vanaleg mjóikur-
bú. En aptur á móti er fiutningskostnaðurinn minni
á rjómanum heldur en allri mjólkinni. Þess utan hafa
þau nokkurn vinnusparnað í för með sjer, að því er
verkin á sjálfu búinu snertir. Rjómabúin eru því að
sumu leyti hentugri, þrátt fyrir ýmsa smágalla, þar
sem strjálbyggt er, criitt um samgöngur og íiutninga,
og nauðsynin brýn, að spara allt sem verður í byrjun.
í Svíþjóð t. d. byrjuðu menn á því um 1880, að stofna
rjómabú. En seinna, eptir því som hagur manna og
saingöngur bötnuðu, lögðust þau niður, en í þeirra stað
voru stofnuð mjólkurbú. Ekki eru þó rjómabúin þar
horfin að öllu leyti úr sögunni, heldur eiga þau sjer
Búnaðarrit XIII. 2