Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 140
136
þess konar fyrirtækja verður hjer drjúgast í sambandi
við hagkvæma leiðbeiningu.
Lánist nú að gróðursetja þessa garða, þá má skreyta
þá á ýmsu vegu og gjöra þá að hinni mestu sveitar-
prýði og heimilisprýði, svo að þeir verði eigi síður fagrir
en gagnlegir. Þeim til leiðbeiningar, sem vildu gefa
gaum að slíku, skal getið hinnar almennustu aðferðar,
til að prýða gerðið.
Þegar gerðið er orðið svo hátt, að það er 4—5 fet
eptir síðustu klippingu, þá skal taka hamp, ullarlagð
eða annað því um líkt og vefja því um tvo gilda hríslu-
toppa, sem standi hvor nálægt öðrum í gerðinu, og
síðan um aðra tvo í svo sem 10 álna fjarlægð, og svo
koll af kolii um endilangt gerðið. Þetta er gjört áður
en gerðið er klippt á næsta vori. Þessir toppar eru
þá látnir standa eptir þegar garðurinn er klipptur og
þegar þeir hafa staðið svo tvö ár, þá eru græddir á
þessa toppa kvistir af tveim þyrnitegundum, annar með
rauðum blómum, hinn moð hvítum. Grói þeir þábáðir,
er annar síðan skorinn af, því að svo er til ætlazt, að
þessir toppar skuli standa sem húnar á gerðinu, og að
rauður húnn og hvítur standist á. Brumið á þessum
kvistuin er því siðar meir klippt, svo að það standi eins
og hnöttóttur hnúður, uppmjór eða ávalur. eptir því sem
hverjum þykir fallegast.
Því miður er svo að s:á af tilraunum Schicrbecks
landlæknis, sem hvítur þyrnir vaxi eigi í Reykjavík,
og þó sú reynsla sje verri en ekki, þá er þó eigi víst
fyrir það, að hann vaxi hvergi á íslandi, enda er sjálf
Reykjavík miður hentugur staður til allrar trjáplöntun-
ar sakir særoks, er jafnt og þjett drífur yíir allan bæ-
inn undir eins og norðanvindur blæs, en eins og áður
er sagt, drcpur særokið allan jurtagróða hvað mest og