Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 17
13
en kaupir mjólk til búsins af nágrönnum sínum.
Þessi mjólkurbú eru rúm 200 að tölu, cn þeim fækkar
smátt og smátt. í fyrstu voru það samlagsmjólkurbú,
er sett voru á stofn í Danmörku; en það gekk mjög
skrykkjótt fyrir þeim. Eigendur þeirra urðu gjaldþrota,
því viðskiptamennirnir voru misjafnir og óstöðugir, en
samkeppni mikil. Þeir neyddust til að bjóða hærra
verð fyrir mjólkina en reynslan sýndi að þeir voru færir
um, og svo fór ailt á höfuðið. Ymsir hyggnir og fram-
takssamir dugnaðarmenn sáu þá að þctta hlaut að vera
eitthvað bogið, og að ekki mundi allt með felldu. Þeir
hófust því handa og gengust fyrir því, að koma á fót
sameignarmjólkurbúum, sem, eins og fyr segir, gekk
eríitt í fyrstu, en þó heppnaðist smátt og smátt
og vann að lokum sigur.
Fyrirkomulagið á samlagsmjólkurbúunum er svipað
og sagt hefur verið um sameignarbúin, að öðru leyti
en því, að eigandinn er einn, og kaupir hann mjólkina
eptir gerðum samningi af bændum i kring. Ef búið
gjörir meir en að borga alla fyrirhöfn og tilkostnað
ásamt mjólkinni, sem keypt er, þá er það auðvitað
eigandinn, er nýtur ágóðans. Að öðru leyti er það
einnig hann, scm ber skakkafallið, ef búið ekki ber
sig. Vanalega mun það vera svo, að hinn beini hagur
af afrakstri búsins er lítill eða enginn. En aptur á
móti getur það átt sjer stað, að hinn óbcini hagur sje
því meiri. Þetta liggur í því, að eigendur samlagsbú-
anna eiga fleiri eða færri s v í n, másko 40—80 alls,
og fóðra þau að iniklu leyti á undanrenningu, mysu o.
fl., sem til fellur á búinu, og sem annars mundi fara
fyrir lítið eða ekkert, verð. En mcð því að gefa svín-
unum þessar búleifar, þá fá þeir opt óbeinlínis sæmi-
legt vcrð fyrir þær, ef fleskið gengur þolanlega.