Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 67
63
ovne) í sjer fólginn. Þannig er talið, að í góðu birki-
fræi sje að eins 15 °/0 frjótt. Það vorður fullþroskað
í september á haustin, og fellur þá af trjánum. Til þess
að það geti gróið, þarf það að falla í gróðrarlitla jörð.
Falli það í lyng eða gras, deyr það út. í skógum er-
lendis vaxa trjen oftast svo þjett saman, að sólarljósið
kcmst lítið í gegnum lim trjánna. Af þessu leiðir, að
skógarbotninn verður gróðrarlítill og skógarfræið fellur
í góða jörð. Skógar vorir hafa verið höggnir hugsunar-
laust og reglulaust, trén tekin á víð og dreif. Áhrif
sólarljóssins hefur allstaðar náð til jarðvegsins, og hið
svonefnda skógarillgresi (lyng og gras) náð þar fót-
fcstu. Á þennan hátt hefur fræ-æxling skógarins hjer á
landi opt og tíðum verið eyðilögð af mannavöldum.
Björkin æxlast með stofnfrjóöngum, þegar hún er
höggvin fast niður við rótina, sárflöturiun gjörður sljett-
ur og litið eitt látinn halla, svo rcgnvatn renni fljótt
af honum. Einnig þarf trjeð að vera höggvið á þeim
tíma, þegar vökvastraumar eru engir í því, en það er
á haustum og fram yfir miðjan vetur. Sje ofannefnd-
um reglum fylgt, þá vaxa upp frá rótarhálsi bjark-
arinnar smágreinar, sem síðan þróast og verða- að
trjám.
Skógar vorir munu sjaldan hafa átt því láni að
fagna, að vera höggnir á þennan hátt.
Með rótarfrjóóngum æxlast björkin á þann hátt, að
á rótunum myndast smáknappar, sem síðan springa
út, ná yfirborði jarðarinnar, og upp af þeim vex lítið
trje, scm fyrst lengi stcndur í sambandi við móðurtrjeð;
þessa æxhm bjarkarinnar getur maðurinn ckki beint
hindrað.
Enn er ónefnt það, sem hvað mest hefur hindrað
vöxt og viðgang skóganna og óefað eyðilagt svo rniljón-