Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 127
123
innan um aðrar. Fyrst skal velja hinar stærstu og
setja þær niður, og ineðaltegundina má líka setja; hin-
ar minnstu verður að gróðursetja út af fyry- sig, friða
og geyma til þess þær hafa náð fullri stærð. Yerði að
kaupa viðinn að, og það er sjálfsagt að þetta verður
að gjöra á Islandi, að minnsta kosti fyrst í stað, og þá
helzt frá Noregi, þá verður að kaupa allt að tíunda
hluta meira en þarf í garðinn í fyrstu, velja síðan úr
það, sem smæst er, friða það og setja niður, sem fyr
er sagt og geyma það til að auka með, þar sem
hríslur hafa kulnað út við fyrstu gróðursetningu, eða
skemmzt af slysni eða því um líku.
Þegar nú garðurinn hefur verið gröðursettur að
vorinu, þá verður að gefa stöðugar gætur að nýgræð-
ingnurn allt það sumar, og nema það brott, sem út-
dautt er eða svo illa til reika, að ekki er lífvænt. 1
stað þcss verður að stinga niður kubb eða merkja stað-
inn á annan hátt, svo að í skarðið verði sett annað að
vori komandi.
Hjer skulu nú endurteknar í stuttu máli helztu
reglur við gróðursetning limgarða.
í sama garðinn skal helzt aldrei hafa fleiri viðar-
tegundir en eina. Bæði fer bezt á þvi fyrir fegurðar-
sakir, og eins er iíkast, að samskonar viður vaxi jafn-
ast. Trjen skal gróðursetja á vorin svo snemma sem kostur
er. Þó verður allur klaki að vera kominn úr jörðu og
helzt kuldavatnsaginn með, og bezt að jörðin sje farin
að hlýna dálítið. Pæla skal vel að haustinu þá rák,
sem garðinn skal gróðursctja á, og bezt að jafna þar í
bæfileguin áburði, líkt og sje borið í kálgarð, og má
lesa um það í íslenzkri garðyrkjubók, er Þjóðvinafje-
lagið gaf út um árið. Áburðurinn, sein notaður er,
verður að vera vel rotnaður og ný mykja er að litlu