Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 129
125
betri til þess, og þau hagkvæmust, sem eru í lögun eins
og ullarskæri, en þó sterkari. Þó verður að klippa sem
minnst af rótunum, eiukum, ef sú jörð hefur verið mög-
ur til lengdar, sem hríslurnar skal i setja. Það gefur
að skilja, að afklippt rót megnar eigi að fæða brumið
allt hcilt og óskaddað, og því verður að stýfa nokkuð
af því líka, svo að hæfilegt hlutfall verði á milli rótar-
innar og brumsins. Helzt skal skera af endahnapp
toppsins og efstu limarnar, en varast að særa neðstu
limarnar, því að þær eiga á síðan að þjetta garðinn,
eða þá að minnsta kosti eigi stýfa af þeim nema blá-
endann. Það er mjög mikilsvert, eins og áður er sagt,
að til þessarar afklippingar sje höfð sem beittust skæri
eða þá bráðbeittur hnífur, því að sárið verður að vera
sem jafnast og hálast bæði á rótum og grcinum.
Það er hæfilegt fiestum kjarrviði, að 6 þuml. sjeu
hafðir milli hríslanna, þegar gróðursett er. Gróðursetn-
ingin verður bæði snotrust og auk þess auðveldust og
jöfnust, ef markað er fyrir í garðstæðinu með líku
verkfæri og sýnt er á 33. mynd í garðyrkjubókinni.
Niðursetningaraðferðin er hin sama við allan umflutn-
ing. Með plöntunarskeiðinni er grafin hola, sem sje svo
stór, að allar rætur geti rúmazt í henni þvingunarlaust.
í þessa holu er nú anginn settur og heldur grynnra en
dýpra, heldur en hann hefur staðið næst áður, og þess
verður vandlegast að gæta af öllu, að ræturnar breiðist
út til allra hliða, sem eðlilegast, og eigi sje að nokkru
leyti að þeim þrengt. Síðan er velmuldri mold sáð í
holuna, svo að hríslan stöðvist vel, en þó er holan eigi
fyllt. Þegar svo hefur staðið nokkurn tíma, þá skal
vökva holuna gætilega og láta vatnið síga vel niður,
fylla því næst holuna með þurri mold jafnhátt börmun-
um. Sje efsta moldarlagið vætt að mun, þá kemur harð-