Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 34
30
verðmæti sitt, þótt hún, í stað þess að búa til ost úr
henni, sje notuð til beimilisins eða handa skepnum.
Eigi að síður hefur þessi breyting nokkur áhrif á starf-
semi mjólkurbúsins eða kostnað þess og ábata, og er
vert að veita því athygli og taka það til greina, þegar
um stofnun nýrra mjólkurbúa er að ræða.
Undir íiestum eða öllum kringumstæðum verður
hinn upphaflogi tilkostnaður minni á þeim búum, er
viðhafa kælingar-aðferðina, liuldur en hinum. En sjer-
staklega mun það koma í ljós þar sem mjólkurbúin eru,
lítil, einkum þó ef þau vegna mjólkurleysis geta ekki
gengið allt árið, t. d. að vetrinum. Undir þeim kring-
umstæðum hlýtur það mjólkurbú, sem notar vatn og ís,
að vera hentugra og svara betur kostnaði en annað,
sem notar skilvjel og gufuafl til að hreyfa hana (snúa
henni). Loks skal þess getið í sambandi við kælingar-
aðferðina, eða notkun vatns og íss, að flest eða öll
mjólkurbú, bæði í Danmörku og Noregi, safna ís að
vetrinum, ýmist í íshús eða kesti. Að sumrinu er ísinn
notaður til að kæla smjörið og rjómann í hitatíð, og
þykir öldungis ómissandi (sbr. bls. 4). Hve miklurn ís
cr safnað fer eftir stærð mjólkurbúanna. Sje hann
notaður saman við vatn, til þess að skilja mjólkina,
þarf auðvitað meir en ella. En kostnaður sá, er af
því leiðir, að safna meiri ís í þeim tilgangi, nomur til-
tölulega litlu, ef þess er gætt í byrjnn, að gjöra t. d.
ishúsið nægiloga stórt o. s. frv.
5. Mjbllcurbú með skilvindum eru öll lítil,
eins og gefur að skilja, og búa flest þeirra að eins til
smjör. Dau nota hinar stærri skilvindur, sem snúið cr
með hendinni, t. d. „Alfa B.“, „Alfa Baby“ eða „Alex-
ander Nr. 101/,1*, og strokk af tilsvarandi stærð. Sum