Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 134
130
um lokræsi, þá má eigi gjöra ræsin beint niður undan
þeirri reim, sem garðurinn verður gróðursettur á síðar
meir, því það hefur þá ávallt reynzt svo, að rætur
trjánna hafa graíið sig svo niður á fám árum, að þær
hafa náð ræsinu og fyllt það upp og stýflað það gjör-
samlega. Aptur á móti hefur reynslan kennt Skotum,
að sjeu ræsin lögð svo sem þrem feturn svari frá garð-
inum, þá nái ræturnar þeim eigi.
Bitt er það, sem margreynt hefur verið og öllum
reynzt ágætt ráð til að flýta þroska viðarplöntunnar, og
einkum við gróðursotning garða, og það er, að hafa gras-
torfösku við gróðursetninguna. Pað er gjört á þann hátt,
að gamalt grastorf er tekið og þurkað og brennt, holzt
seigbrcnnt eða hálfsviðið til ösku. Síðan er rótum ung-
viðisins, sem panta skal, dýpt niður í þunnan áburðar-
hræring og öskunni svo sáð yflr ræturnar, áður sett sje
niður. Petta hefur reynzt ágætt ráð til þroska ung-
viðisins og flýtt fyrir vextinum ótrúlega mikið. Þessi
aðferð er og eigi síður ágæt við umflutning kornungra
jurta, hvers kyns sem er*).
Til hlífðar við nýgróðursettan limgarð verður að
setja einhverja vörn móti skeinmdum við þá hiið hans,
sem hættara er við árásum. Það varnarvirki er bæði
hægast og kostnaðarminnst að búa út á þann hátt, að
vefja járnvír milli hæfilega þjettra uppstandara úr trje.
Vírinn er eigi sjerlega dýr og verkið eigi nema hand-
arvik. Þessi varnargarður má cigi vera skcminra frá
limgarðinum, en sem svari þrem fetum, og það má eigi
taka hann fyrr á burt en limgarðurinn er orðinn minnst
þrjú fet að hæð, þegar búið er að klippa hann. Eigi
garðurinn að halda gripum og fjenaði, þá fer bezt á að
*) Danir eru á aíðari árum horfuir frá pessari aðforð.