Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 41
37
bmmum og starfsemi þeirra. Þessir 5 síðastnefndu
inenn eru allir launaðir af landssjóði. Eins og nú
stendur er því ein amtsmatselja í hverju ainti, 7 að-
stoðarmenn við mjólkurbúin, 4 ráðanautar og 1 yíir-
umsjóuarmaður (,,Mejeriinspektör“) yíir öllum mjólkur-
búunum og mjólkurmatseldinni. Allir þessir menn og
konur gefa ráð og ieiðbeiningar í öllu þvi, er lýtur að
mjólkurbúunum, smjör- og ostagerð o. H. Upplýsingar
allar, ráð og bendingar eru þeir skyldir að gefa áu
endurgjalds. Ferðakostnað fá þeir endurgoldinn frá
því opinbera. Fyrir utan þá menn og þær konur, er
hjer hefur verið minnst á, eru hinir föstu amtsbúfræð-
ingar einnig skyldir að gefa þeim, er óska, upplýsingar
viðvíkjandi mjólk, mjólkurbúum o. ii. Ekkert mjólkur-
bú er svo stofnað, að eigi haíi áður verið leitað upp-
lýsinga og leiðbeininga til einhvers af þessum starfs-
mönnum hins opinbera um fyrirkomulag þess, kostnað
o. íl.
Mjölkurskólarnir. í Noregi eru nú sem stendur
10 mjólkurskólar; þar af 3 fyrir pilta og 7 handa
stúlkum. Hinn fyrsti mjólkurskóli var stofnaður 1867
og árið eptir var annar settur á fót. En báðir þessir
skólar lögðust niður eptir nokkur ár. í stað þeirra
voru stofnaðir aðrir mjólkurskólar, og árið 1889 voru
3 eða 4 settir á stofn. Hinn fullkoinnasti af þeirn
mjólkurskólum, sem nú eru starfandi, er skólinn í
Brandbo á Haðalandi. Hann var stofnaður 1887, og
stendur í sambandi við mjólkurbú, sem myndað var með
hlutabrjefum, og er hver hlutur 20 kr.
Námstíminn á hverjum skóla er ár. Kennslan
er aðallega verkleg, og er einkum innifalin í því, að
neinendurnir læra allar aðferðir við smjör- og ostagerð.
Að vetrinum fer fram bókleg konnsla 2 stundir á dag.