Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 49
45
mjólkurbúsins og skilvindunnar, sem bcnt hefur verið
á, er einkum þetta tvennt, að búið framleiðir moira
smjör en skilvindur eða notkun hennar, og acf sinjörið
frá því selst betur en hitt Hvað það snertir, að búið
framleiðir meira smjör, þá iiggur það meðfram í því,
að hinar stærri skilvjclar, sem annaðhvort eru hreyfðar
með vatns- eða gufuafli, slcilja betur eða hreinna mjólk-
ina heldur en skilvindur, sem snúið er með hendinni,
og þar af leiðir, að meira smjör fæst úr sama rúmmáli
mjólkur. Einnig má gera ráð fyrir þvi, að þegar mjólk-
in er send og seld til mjólkurbúsins, að þá sje minna
eytt heima af rjóma eða nýmjólk, en annars mundi
gert, þegar mjólkin er að öllu leyti matselduð heima.
Viðvíkjandi verðinu á smjörinu skal þcss getið, að smjör
frá mjólkurbúum selst jafnan með hærra verði erlendis
en annað smjör. Stafar það af því tvennu, að smjör
frá mjólkurbúum er jafnaðarlega betur vcrkað en t. d.
smjör frá einstökum heimilum, og að það er ávallt selt
eða boðið fram í stórskömtum, eða mikið í einu lagi
og með sama einkenni.
Smjörverkunin getur yflr höfuð að tala ckki orðið
eins góð og fullkomin, þegar hún er framkvæmd af
hverju einstöku heimili, eins og húu almennt er á mjólk-
urbúunum. Á einstökum heimilum er hún auðvitað
eins góð og ekki síður; en í heild sinni verður hún
lakari og misjafnari. En af því leiðir lægra verð á
smjörinu til jafnaðar, enda þótt einstökuin mönnum tak-
ist að selja það hæsta verði, sem þekktir eru að því, að
hafa ávalt vel verkað smjör á boðstólum.
Ef hugsað væri um sölu á smjöri til útlanda
t. d. til Englands, þá getur það því að eins átt sjer
stað, svo vel fari, að komið sje upp mjólkurbúum. Það
er einlægt miklu erfiðara að selja smjör, eins og aðrar