Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 38
34
an hefur sýnt og sýnir, að undir þeim kringumstæðum
getur smjörgerðin eða smjörverkunin í heild sinni aldroi
verið í svo góðu lagi eða lík því sem er á góðum
mjólkurbúum.
Þrátt fyrir þetta skal því ekki neitað, að þessi
smjörfjelög geti gjört töluvert gagn, að því er smjörgerð-
ina snertir yfir höfuð, cf þeim er haganlega fyrir komið
og vel stjórnað, enda bendir reynsla Norðmanna í þá
átt,
Kostnaðurinn við þessi fjelög er optast lítill og ó-
verulegur. Smjörskálinn kostar vanalega 200 -400 kr.,
eptir fjölda fjelagsmanna og smjörmagni. í honum er
lítil eldavjel, er kostar 40—50 kr., og þess utan
smávegis af ílátum og áhöldum. Þar er ráðin ein föst
smjörselja, er hefur á hendi aðalsmjörverkunina og umS
sjónina. Hefur hún í laun 50- 70 kr. um árið. Henni
til aðstoðar lána fjolagsmenn stúlkur til skiptis eptir
tiltölu. — Af þessum fjelögum eru milli 10 og 20 í
Noregi og eru flost þeirra í Tromsöamti, t. d. í Moself-
dalnuin og víðar. í Austurdalnum er eitt og i Rörás
eitt eða tvö. En áður fyr voru þau miklu almennari;
meðal annars voru þau í ofanverðum Guðbrandsdalnum,
Raumdal og víðar.
7. Selin í Noregi eru cins konar mjólkurbú í
vissum skilningi. í flestum sveitum þar er kúpeningur
hafður í seli upp til dala að sumrinu. Opt standa sam-
an í einni þyrpingu (hverfi) 4—8 sel, og sjaldan eða
aldrei er eitt sel út af fyrir sig þannig, að það liggi
eitt sjer langt frá öðrum. Þegar selin liggja tvö eða
fleiri nálægt hvert öðru, eiga selkonurnar hægra með
að hjálpa hver annari, ef við þarf, sjerstaklega ef veik-
indi bera að höndum. Eigi að síður er þó mjólkin bú-