Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 100
96
Þessi byrjunar-einbenni vanta þó stundum, og opt
mun mönnum sjást yíir þau og taka fyrst eptir veik-
inni, þegar kýrin hættir með öllu að jeta og farið er
að bera á eigiulegu doðaeinkennunum, deyfðinni og
máttleysinu. Þá taka inenn eptir því, að kýrin fer að
verða óstyrk, einkurn í apturpartinum, riða til og slingra
ef hún ætlar að færa sig eitthvað til. Brátt ágerist
óstyrkurinn, kýrin dettur og getur þá optast ekki reist
sig við aptur. Allt þetta verður opt á ótrúlega stutt-
um tíma, og í þessu ástandi flnnast þær því vanalega,
þegar komið er í fjósið. Innan lítillar stundar færist
máttloysið um allan kroppinn, og liggja þær þá stund-
um á hliðinni og gefa frá sjer allar lappir. Optar
munu þær þó, að minnsta kosti í byrjun, liggja eins og
heilbrigðum kúm er eðliicgt, með fæturna inn undir sig,
en leggja þá ætíð hausinn aptur með hliðinni eða teygja
hann fram og styðja hann upp við vegginn eða jötuna,
og er þá hálsinn jafnan í S-mynduðum hlykk. Lypti
rnaður nú hausnum upp, er það auðsætt, að kýrin getur
naumast eða ekki haldið höfði, því að hann fellur að
vörmu spori máttlaus niður aptur. Vanalega hanga efri
augnalokin máttlaus niður og loka augunum, og lypti
maður þeim upp, sjest, að augun eru mjög innfallin,
hornhimnan gljáalaus, þurr og jafnvel í fellingum, augun
brostin, eins og í deyjandi eða dauðri skepnu, og þótt
komið sje við þau með flngrinum, jafnvei æði fast,
hreyfist enginn vöðvi. Tungan hangir opt þurr og mátt-
laus út úr skepnunni, og þótt tekið sje í hana, reynir
sjúklingurinn ekki til að draga hana að sjer. Meðan
munnvatnsseitlarnir halda áfram að starfa, rennur slef-
an út úr skepnunni, því að hún getur ekki kingt sök-
uæ aflleysis í kingivöðvunum.
Þannig getur skepnan legið máttlaus og meðvit-