Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 102
98
likamshitans er annars mjög einkonnileg fyrir doða, og
má á lækkuninni hæglega greina hann frá öðrum sjúk-
dómi, er mönnum einkum hættir við að villast á, leg-
bólgunni; henni fylgir alltaf hitasótt. Sje því líkams-
hiti sjúklingsins um eða yfir 40° C., er hætt við að doð-
anum sje samfara legbólga eða eingöngu sje um leg-
bólgu að tala.
Doðinn er vanalega mjög bráður sjúkdómur, kemur
optast mjög snögglega í skepnuna og endar, ef ekkert
verulegt er aðgjört, eptir nokkra daga (1—5) á þann
hátt, að hann annaðhvort drepur hana, eða kýrin verð-
ur svo að segja allt í einu alfrísk, stendur upp, fer að jeta og
drekka og græðir sig fljótt. Það kemur þó ekki all-
sjaldan fyrir, þótt kúnni batni sjálf doðaveikin, að henni
slær niður aptur; hún hættir aptur að jeta og drekka,
mjólkin dettur úr henni, fær hitasótt með öllum henn-
ar einkunnum (sjá Brit. 1897), og andar ótt og mæði-
lega og hóstar. Kýrin hefur þá fengið lungnabólgu, er
optast verður henni að baua eptir nokkra daga. Það
er þá ekki beinlínis doðinn, sem drepur, þótt honum
megi um kenna, þar sem hann er orsök þess, að kýrin
fær lungnabólguna. Lungnabólgan kemur sem sje af
því, að kýrin getur ekki sökum aflleysisins í kingivöðv-
unum kingt aptur fóðri því og slefu, er hún við og við
ropar upp, og sýgst það þá niður í lungum og veldur
þar rotkenndri bólgu, sem ætíð er mjög hættuleg. Stund-
um er og orsökin sú, að kúnni svelgist á, getur ekki
kingt af áöurnofndum ástæðum, lyfjum og ýmsu öðru,
sem hellt er í hana. Yerða menn því nákvæmlega að
gæta þess tvenns, að láta kúna liggja svo, að slefa og
fóðurblendingur, sem hún kann að ropa upp, geti runn-
ið út úr henni og svo þess, að vera varkár með inn-