Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 14
10
1. Sameignar-mjölk u rbú (,, Andelsmejeri").
Þau eru alls rúm 1000 að tölu. Þeim er þannig hátt-
að, að fleiri eða færri búendur og bændur koma sjer
saman um að reisa eitt mjólkurbú í fjelagsskap eða
saineiningu. í bjrjuninni tekur fjelagið lán, sem nægir
til þess að setja búið upp með öllu tilheyrandi, svo sein
húsum, vjelum, ílátum o. s. frv. Fjelagsstjórnin saman-
stendur optast af 5 mönnum, og annast hún allar fram-
kvæmdir mjólkurbúsins ásauit verkstjóranum á búinn.
Hún stendur fyrir lántökunni og hefur umsjón með
öllum viðskiptum búsins og reikningsfærslu. Lánið, sem
fjelagið tekur, endurgelzt vanalega á 20 árum. Bygg-
ingarnar og vjelarnar standa að nokkru leyti sem veð
fyrir láninu, en það, sem á vantar, ábyrgjast fjelags-
menn. Sá hluti verðsins, sem beinlínis hvílir á fjclags-
mönnum, er jafnað niður á þá, annaðhvoit eptir kúa-
fjölda, er þeir eiga, eða þá að mjólkin, er þeir láta til
búsins, er lögð til grundvallar. Öll útgjöld mjólkur-
búsins eru tekin af söluverði smjörsins eða afurðum
mjólkurinnar áður en hún er borguð seljendunum eða
fjelagsmönnum. Útgjöldin eru með öðrum orðum tekin
af „umsetning11 búsins í heild sinni. En það sem af-
gangs er — hinn hreini ágóði — er jafnað niður á
alla fjeiagsmenn eptir tiltölu og ákveðnum rcglum, með
tilliti til þcss, hvað mjólkin er feit o. s. frv., og skap-
ar það söluverð mjólkurinnar. En vegna þess, að fje-
lagsmenn fá útborgaða við hver mánaðamót þá mjólk,
sem þeir hafa selt til búsins þann og þann mán-
uðinn, þá verður fjelagsstjórnin í byrjun hvers árs að
gjöra áætlun yfir allan kostnað við rekstur þess og
sölu á afurðum mjólkurinnar, eða með öðrum orðum:
yfir tekjur og gjöld búsins og ákveða verð mjólkur-
innar samkvæmt þeirri áætlun. Menn leitast við að