Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 69
65
aptur seint frá sjer; næturfrost á sumrum eru þar því
sjaldgæfari.
Vjer nefndum nýlega, að við eyðilegging skóganna
hefðu sumstaðar myndazt mýrar. Þetta hefur orðið á
þeim stöðuin, þar sem skógarbotninn hefur legið lægra
og verið meira votlendur. Það svæði, sem vaxið er
skógi, sem alsettur er blöðum á sumrin, hefur
margfalt stærra yíirborð en sama svæði, sem er skóg-
laust. Þegar oss er jafnframt kunnugt, að trjen draga
til sín vatnið úr jarðveginum gognurn rætur sínar, en
sleppa því aptur sem gufu út um blöðin, verður skilj-
anlegt að frá skógivöxnu landi gufar upp meira vatn
en frá skóglausu.
Það er þessi uinmyndun á landinu frá skógi í kald-
ar mýrar, sem að voru áliti hefur haft áhrif á loptslag-
ið, og úr því verður eigi bætt með öðru en því, að
þurka upp mýrarnar, og annað hvort planta þær með
skógi að nýju, eða að rækta þær að túni.
En er ónefndur skaði sá, sem landið hefur beðið
við eyðileggingu skóganna, af völdum stormanna; þeir
eiga nú liægra með að beita valdi sínu, og skriður,
snjóflóð og jarðföll geta nú óhindrað valdið mikilli eyði-
leggingu.
Það er komið sem komið er með skógana á ís-
landi, og vjer gctum eigi talið á feður vora fyrir með-
ferð þeirra, á meðan vjer sjálfir látum hinar litlu skógar-
leifar, sem enn eru í landinu, sæta hinni sömu með-
ferð; allt stefnir að gjöreyðing skóganna hjer á landi,
og hennar mun eigi langt að bíða, verði ekkert gjört
til að vernda hinar litlu skógarleifar, sem cnn finnast í
íandinu.
Þegar vjer nú höfum stuttlega skýrt frá áliti voru
á skógunum á íslandi, kemur oss næst til hugur, að
Búnaðarrit XIII. 6